Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 30
24 LÆKNABLAÐIÐ ar ættu ætíö aö grenslast eftir hvar sjúkl. hafa sýkst, og athuga systkini óg foreldra geitna-sjúklinganna. Meö því móti má stundum hafa uppi á sjúkl., sem enginn veit um. Telpa kom til lækninga úr Skagafiröi; þegar farið var aö spyrja um hennar antecedentia, kom upp úr kafinu, að hún hafði verið tekin þangaö til fósturs, en foreldrar hennar og systkini áttu heima í Strandasýslu. Héraðslæknirinn í Hólmavík var beðinn aö rann- saka heimilið, og gerði hann sér ferð þangað. Kom þá í ljós, að húsmóð- irin og 2 eða 3 börn höfðu geitur. Þarna var fundin favus-fjölskvlda, sem enginn vissi um áður. Stendur til aö þessu fólki verði komið í lækningu í vor. Styrkurinn til geitnalækninga var hætt kominn á síðasta Alþingi Vegna hinna erfiðu tima (o tempora!) treystust ýmsir löggjafar vorir ekki að gera geitnakollunum neina úrlausn; þó fór svo, að styrkurinn var veittur. Úthlutar landlæknir þessu fé og veitir sjúklingun- um. Ys ferða- og dvalarkostnaðar; á Röntgenstofunni er lækningin ókeyj)- is. Þegar svo mikil hjálp býðst, ættu héraðslæknar að geta lagt að fólki að leita sér lækninga. Vonandi ér fariö að grynnast á geitunum, en tak- markið á að vera alger útrýming; að þvi verða allir læknar landsins að vinna. G. Cl. Læknatélag1 Reykjavíkur. Fundur var haldinn mánud. 10. nóv. í kennarastofu Háskólans. Fundarefni: Sig. Magnússon: Herpes zoster og berklaveiki.* — Frum- mælandi taldi að efalítið væri h. z. oft secundær (við ýmsa sjúkdóma), hins vegar rökin fyrir því, að sjúkdómurinn sé sérstakur infektions-sjúk- dómur ófullnægjandi. Skýrði frá 10 ristiltilfellum hjá lungnaberklasjúk- lingum, sem verið höfðu á Vífilsstöðum. Einn sjúkl. fékk h. z. palati et linguæ og facialislömun nokkrum klukkustundum eftir Ponndorf-bólusetn- ingu, og annar h. z. thoracis eftir tuberkulin-dæling. 6 sjúkl. fengu h. z. á þeim staö, er reflektoriskt svaraði til þess lunga, sem aðallega var sjúkt. Hjá 2 sjúkl. meö lungnaberkla og garnaberkla svaraði ristilútþotið re- flektoriskt til garnanna (h. z. í regio lumbalis og glutea). Ræðumaður hélt því fram, aö væntanlega heföi berklaveiki eða berklatoxin valdið út- þotinu í þessum tilfellum, og væri ristillinn sennilega reflektoriskur. Til máls tóku á eftir: Þ. Sv., Sæm. Bj., Ól. Gunn., G. Thor. og H. Han- sen. — Önriur mál voru ekki tekin fyrir og fundi slitið. Mánud. 8. des. 1924 kl. SRí síðd. var fundur haldinn í Læknafél. Rvíkur í kennarastofu Háskólans. I. Forseti (Ól. Þorst.) mintist látins félaga, próf. Guðm. Magnússonar. Nýr félagi, augnlæknir Guðm. Guðfinnsson boðirin velkominn. II. Breytingar á bannlögunum. Frummælandi 1 a n d 1 æ k n i r G. Erindið mun birtast í Hospitalstidende.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.