Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 7 dálk fyrir lungna- og lifrarsulli, og annan fyrir netjusulli, og í jiriöja dálkinn fyrir sulli, sem fyndust í lömbum. En til ])ess aS vita frá hvaða bæ hver kind var, fékk eg sláturhússtjórana til aS skrifa í bókina bæjar- nafniS, um leiS og byrjaS var aS slátra fé frá þeim bæ. Eg sá, aS þaS kostaSi ekki mikiS aukaómak, þó aS athugaSir væru líka netjusullir og sullir í lömbum (dilkum), en vildi vita um þaS, því eg hafSi veitt því eftirtekt, aS sullir fundust oft i netjum úr dilkum, en ekki annarsstaSar í þeim. AuSvitaS stafaSi ofurlítil töf aS þessari rannsókn fyrir stúlkurnar, en sláturhússeigendur og umsjónarmenn gáfu góSfúslega leyfi til ])ess. Sjálfur leit eg iSulega eftir þessu rannsóknar- starfi, og virtist mér þaS vera framkvæmt mjög samviskusamlega. AS vísu urSu dálitlir agnúar á þessari rannsókn, sem i fljótu bragSi gera hana vitund ónákvæmari en átt heföi aS vera, en viö frekari athug- un virtist mér þeir gera lítiS til. Hér á eg viS þaS, aS allmargar kindur höföu sulli bæöi í lungum, lifur og netju, og þá koma þær fram sem 2 kindur, sem í raun og veru var ekki nema 1. Vegna hraöans, sem varö aS viöhafa viS slátrunina, gat eg ekki fengiö aS vita, hve oft þetta kom fyrir. HöfuSsótt eöa sulli í höföi var ekki unt aö rannsaka, enda er senni- legt, aö þó aö um slíkt fé væri aö ræöa, þá mundi fátt af því koma hing- aö til slátrunar; þaS er ekki rekstrarfært. Árangurinn af sullarannsókninni var þessi: FullorSnu fé, slátraö veturgömlu og eldra ........................ 353° Dilkurn, slátraö.................................................. 17619 Fullorðið fje, með sulli í lifur eða lungum eða hvorttveggja.... n,7% Fullorðið fé, með sulli í netju ................................ 31,5% Dilkar, aö eins meS netjusulli ................................. 2,2°/o Tvö undanfarin ár hafSi eg reynt aö fá taliö sullaveikt fé, sem slátrað var hér á Sauöárkróki, og varö heildarútkoman nokkru lægri en hér reyndist, en sá galli var á þeirri talningu, aS ekki var greint í sundur nvar sullirnir fundust í fénu, og heldur ekki hvort var í lömbum eSa fullorönu fé. Yfir höfuö var sú talning ekki eins áreiðanleg og þessi. Þaö mun óhætt aö fullyröa, aS tala sullaveika fjárins sé fremur of lág en of há, vegna þess, aS smáir sullir finnast ekki, eöa aö auSveldlega getur sést yfir þá. VafalítiS koma líka fyrir hjá dilkum lifrar- og lungna- sullir, sem mundu koma í ljós, ef líffærin væru skorin sundur. Af hinu fullorSna fé er meiri hlutinn gamlar ær, en þó nokkuö af vetur- gömlu fé. Þegar tala hins sullaveika fjár er borin saman í einstökum hreppum, er lítill munur á henni, en þar sem svo er, stafar þaö af því, aö einstöku bær skarar fram úr meS fjölda sullaveiks fjár, og hækkar þaö ofurlítiS hundraöstöluna í þeim hreppi. AS visu hefi eg tölu slátraðs fjár frá hverj- um bæ, og svo hve margt var sullaveikt af því, en mér fanst, aS sú skýrsla m'undi taka of mikiö pláss, enda ekki hafa þýöingu; en hins má aftur geta, aS frá tæpum 20% af bæjunum fundust engir sitllir, og voru þaö næstum undantekningarlaust fjárfæstu bæirnir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.