Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 22
i6
LÆKNABLAÐIÐ
Halldór sálugi var elskaöur og virtur af almenningi. Olli því ljúfmenska
hans og brjóstgæöi, auk þess sem hann var í áliti sem góöur læknir, eink-
um sem handlæknir. Hann var yfirleitt ágætur læknir, víölesinn og fylgd-
ist vel með nýjungum, enda þótt erfitt og yfirgripsmikiö starf geröi [)aö
að verkum, að hann eltist heldur um tíma fram. Þrátt fyrir mikil og erfiö
læknisstörf, safnaðist honum aldrei fé, enda var hann mjög mildur við
sjúklinga sina, og gekk ekki fast eftir sínu.
Hann var mjög vel mentaður maður, talaði t. d. vel ensku, þýsku og
frönsku. Hann var vice-konsúll Frakka og læknir við franska sjúkrahús-
iö í Vestmannaeyjum frá 1907 og sæmdur heiöursmerkinu off. d’Academie
!9°9-
Samvinnufúsari og samvinnubetri collega en Halldór heitinn var ekki
hægt að óska sér. Hann var einn þeirra fáu, sem maður dáðist aö eftir
fyrsta fund, virti við nána viökynningu og elskaði við ýtrari samvistir.
Vestmannaeyjum 16. des. 1924.
P. V. G. Kolka.
Skólalækningar.
Erindi flutt á Akureyri í Læknafél. íslands 1. ág. 1924.
Eftir Sigurjón Jónsson.
Það var að mér fornspurðum og óafvitandi, að stjórn Læknafélagsins
auglýsti, að eg yrði frummælandi í þessu máli, og heföi eg því vei getaö
látið vera, að simla því; en úr þvi að hér er eitt af umræðuefnum fund-
arins, verður einhver aö byrja, og stendur það þá a. m. k. eins nærri mér
og öðrum. Eg býst líka viö, aö eg hafi kynt mér ýmislegt er aö umræðu-
efninu lýtur nokkuð meira en margir aörir; meðal annars kynti eg mér
lækniseftirlit viö barnaskóla í Kaupmannahöfn, og ýmislegt þar, er aö
skóla-málum lýtur, í utanför minni síðara hluta fyrra árs.
Eg ætla eingöngu að ta-la um skólaeftirlit viö barnaskólana. Þeir eru
flestir, ])ar ríöur mest á eftirliti, og eg hefi enga reynslu um skólaeftiilit
viö aðra skóla. En hins vegar mun eg minnast á fleira, er liarnaskólana
snertir, en eftirlitið eitt. Við eftirlitiö hlýtur læknirinn aö kynnast skól-
unum og fyrirkomulagi þeirra aö fleira leyti en því, er snertir húsakynn-
in og heilsufar nemenda beinlínis, en til þess eins er lækniseftirlitinu ætl-
aö að taka. Um þau önnur atriöi, sem hér koma til greina, svo sem skóla-
aldurinn, lengd hins árlega og daglega skólatima, daglega skólagöngu
eða annars dags skóla, námsgreinafjölda og námsgreinaval o. s. frv.,
getur hann ekki komist hjá að mynda sér skoöun, hvort þeim sé skip-
að á heppilegan hátt eöa hvort breytingar væru æskilegar á einhverjum
þessara atriöa, frá því sem er á hverjum staö. Margt af þessu eöa alt,
snertir lika heilsufar nemenda, þótt óbeinlínis sé, alveg eins og t. d. húsa-
kynnin, og skólamálin eru aö mörgu leyti vandræöamál, svo aö ekki
veitir af, að sem flestir, er eitthvert skyn bera á þau, — og þaö ættu lækn-