Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 27 anlega ekki eins megn og áður, vegna hreinlætis og aögæslu, og eins hitt, að nú er langt um meira gert til þess að lækna sjúklinga og hjúkra þeim. Lif berklasjúklinga er nú væntanlega orðiö lengra en áður, og jafnframt eru þeir orðnir hættuminni í umgengni. Eg geri ráð fyrir, að líf berklasjúklinga hafi áður verið styttra, en að þeir hafi smitað meira frá sér á sama tíma. Eg geri ennfremur ráð fyrir, að barnadauði af völdum berklaveiki hafi áður verið tiltölulega miklu meiri en nú. Af þessum börnum fara engar sögur, og sérstaklega hættulegir smit- endur hafa þau varla verið. Eg hugsa mér því eitthvað á þessa leið: Síðast á 19. öldinni sýktusí h. u. b. jafn margir og nú á hverju ári, og dóu jafn margir úr berkla- veiki, en tala berklaveikra sjúklinga var ekki eins há á vissum tíma og hún er nú. Eg hefi þá trú til framtíðarinnar, að smám saman fari nú dauðsföll- um af völdum berklaveikinnar að fækka, og á endanum lækki einnig tala hinna berklaveiku sjúklinga, þó sú lækkun komi seinna. Á. Á. virðist hallast að þeirri skoðun, að varnarþol íslensku þjóðar- innar gagnvart berklaveiki sé nú minna en fyr á tímum, og virðist hann kenna breyttu mataræði um það, að minsta kosti að einhverju leyti. Eg efast um þetta. Eg tel það t. d. vafasamt, að við þurfum að syrgja ])að, að skyrát íslendinga er nú minna en áður. Það er að minsta kosti ósannað mál, að hið eldsúra, stundum margra mánaða gamla, skyr sé sérlega holt, og víst er það, að skyr (úr undanrennu) er bætiefnasnautt.11'__ Það má vel vera, að sveitamenn éti nú eitthvað minna af smjöri en áður, en talsvert af smjöri var þó áður flutt út. Mjólkurneysla sveitamanna er nú varla miklu minni en áður, að minsta kosti á vetrum, en það er eftirtektarvert, að líerklaveiki er nú fult svo skæð í sveitum sem í kaup- stöðum og sjóþorpum. Hvort etið er tólg, flot eða smjörlíki, má á sama — standa. Þessar þrjár fæðutegundir eru bætiéfnasnauðar, og var ekki lýsis- neysla fremur lítil áður til sveita? Væntanlega er nú minna kjöt étið en áður, en eg tel það engan skaða. Við höfum fengið annað líetra í staðinn, sem sé haframjöl og jarðepli, og máske meira rúgmjöl. Þessar hollu fæðu- tegundir eru nú orðnar okkar „daglega brauð“. Það, sem helst má finua að fæði okkar er það, að við etum of mikið af hveiti, sykri og hrísgrjón-“" um. Þó að þessar fæðutegundir séu í sjálfu sér ekki óhollar, þá eru þær bætiefnasnauðar. Þó eru gerjuð hveitihrauð alls ekki bætiefnalaus, því eins og kunnugt er, er ákaflega mikið af B-bætiefni í geri, og það ónýtist ekki við bökunina (sbr. Orla-Jensen: Vitaminforskningens nuværende Standpunkt. Naturens Verden V. 10.). Hafa verður það einnig hugfast, að beinn sultur var áður algengur, ef illa áraði, og það áraði oft illa! „Avitaminósur“ hafa víst áður verið algengari en nú. Skyrbjúgur er nú t. d. næsta sjaldgæfur. Allsendis óvíst er það, að meltingarkvillar séu nú algengari en áður. Ein af höfuðdiag- nósum Jóns Finsens var „nábítur". Nú er talað um „ristilbólgu“,* ** og annað fleira. * Kenning Magnúsar læknis Halldórssonar, um berklaveiki og skyrát og sýru, er víst í meira lagi vafasöm. ** Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar eg heyri orðið „ristil-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.