Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 12
6 LÆKNABLAÐIÐ skýlishjallur, eSa í hæsta lagi skipaöur fáeinum óviöbjargandi berkla- sjúklingum, veröur fremur til angurs og ama. — Slíkt skýli getur veriö þarft að vísu, en er betur komiö í vörslum einnar hjúkrunarkonu, og óþarfi aö læknir komi þar nema einu sinni i viku. Nei, þaö er að eins f j ö 1- s ó 11 s j ú k r a h ú s, meö góðum útb'únaöi, sem getur viðhald- ið áhuga og æfingu þess skurölæknis, sem á aö koma mörgum að gagni. En eins og eg áður gat um, þá hefi eg oft fundiö til æfingarleysís, þó mín kirurgiska praxis hafi verið margfalt meiri en flestra annara héraðs- lækna. Landið okkar er svo tilfinnanlega fáment og strjálbygt, en sam- göngurnar fram úr hófi erfiðar, enn sem komiö er. Það er oröin sann- færing mín, að ef vel væri, þyrfti verkahringur spitalalæknisins á Akur- eyri helst að vera a 11 u r N or ö 1 e n d i n ga f j ó rfðun gu, r, ó s;k i f t- u r, —- og gott væri aö hafa einnig brot af Austur- og Vestur-fjórðung- unum. Með bættum samgöngum hygg eg einnig að þetta geti komist í kring áöur en langt um líður. Þegar viö höfum fengiö flugvélar til að senda út um héruðin, eftir sjúk- lingum á spítalann, þá batnar í búi fyrir Akureyar-læknirinn. Eg hygg, að- þ.essi samgöngutæki muni komast á hjá okkur fyr en varir, og þá ekki 'síst til sjúkraflutninga, því reynslan suður í nýlendum Frakka, í Afríku og sömuleiðis í Svíþjóö, norðan til, hefir upp á siökastið sýnt það greinilega, aö ekki gefur betri flutningstæki fyrir þungthaldna sjúklinga, en flugvélar. Þegar þeir timar koma, þá hygg eg, að það geti verið gaman aö vera yfirlæknir við spítalann þar, með marga aðstoöar- lækna sér til hjálpar, er senda megi í viðlögum landshornanna á milli, þegar þörfin knýr. Þá verður gaman, jafnvel fyrir dauðan fyrverandi héraösækni, aö koma annað veifið í l)orðiö á skuröarstofunni, til að fylgj- ast dálítið með framförunum. Sullarannsókn í sláturfé á Sauðárkróki haustið 1924. Formaður Læknafél. Rvíkur, Matth. Einarsson, læknir, fór þess á leit við mig í september síðastliönum, að eg geröi tilraun til þess að rann- saka, 1 hve mörgu af fé því, er slátrað yröi á Sauöárkrók á þessu hausti, fyndust lungna- og lifrarsullir. Eg tókst þetta á hendur, að svo miklu le}di, sem mér yrði unt aö framkvæma þessa rannsókn. Það var svo sem auövitað, að mér sjálfum yrði ómögulegt aö vinna aö rannsókninni, hæöi vegna þess, að eg haföi talsveröum læknisstörfum að gegna, og hins, aö hér er slátrað á 4 sláturhúsum í senn, og allmörgu fé; þegar mest berst að, er slátrað alt að því 2000 fjár á dag. Eg varð því að fela öðrum þetta verk. Æskilegast heföi veriö, aö hafa til þess einn mann á hverju sláturhúsi, en til þenn vantaði peninga. Eg tók því það ráö, að fela þetta einni stúlku viö hvert sláturhús, þeirri, sem tekur viö innýflum hverrar kindar af gálgamanni. Sýndi eg henni, hvernig hún skyldi leita aö sullunum, þukla um lifur og lungu, til þess að finna þá. Fékk eg henni strykaða bók meö áföstum blýanti, og, skyldi hún gera stryk fyrir hverja kind, sem sullir fundust í, i einn

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.