Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ
19
sí'öasta skólaár voru ekki nema 4—5 þús. börn til meöferðar þar. En
í ráði er að fjölga þeim smám saman, svo að öll börn, er þurfa, glúi
íengið þar tannlæknisihjálp. — Auk skólans fyrir bv. börn, er í Khöfn
sérskóli fyrir mjög tornæm börn, Aandssvageskolen, og annar fyrir börn,
sem eru svo heyrnarsljó, aö þau geta ekki notið kenslu með öðrum, og
hefir það beinlínis leitt af lækniseftirlitinu, að þessum skólum var komið
á fót. Annars orkar það nokkuð tvímælis, hvort það borgar sig að lcosta
svo miklu til að „troða í tossana“, að hafa fyrir þá sérstakan skóla, en
náttúrlega er gott, að losna við þá úr hinum skólunum.
Aðal-skólaeftirlitið fer fram að haustinu, en ekki nær það til annara
barna en þeirra, sem eru nýkomin í skólann, stúlkna í 5. bekk og drengja
í 6. bekk, og ekki byrjar það fyr en börnin hafa verið 1—2 miánuðii í
skólanum; er það ekki látið byrja fyr vegna þess, að annars er talin
hætta á, að þau verði feimin og hrædd og tefjist við það og truflist eftir-
litið, enda er þess að gæta, að börn fara þar í skóla miklu yngri en hér.
Eftirlitið fer fram í sérstakri stofu, læknisstofunni, sem ekki er til ann-
ars höfð, og er þar vog og kvarði, Snellens eða Cohns tafla, og’ skápur
með ýmsum áhöldum. Hvert barn kemur með sína heilsufarsskrá (Hel-
bredskort), eyðublað, sem kennarinn hefir ritað á nafn barnsins, fæðing-
ardag og ár, og dálkar eru á, fyrir það, sem athuga á. Foreldrum barn-
anna er áður tilkynt hvenær skoðunin fari fram, og boðið að vera við-
stöddum, en geti hvorugt þeirra það, eiga þau að leysa úr ýmsum spurn-
ingum um heilsufar barnsins og beimilisfólksins, sem eru prentaðar aftan
á boðseðilinn, og senda hann með svörunum árituðum til kennarans áður
en skoðun fer fram, en hann ritar svörin á heilsufarsskrána, — þar
eru sömu spurningarnar prentaðar, og ritar læknirinn svörin, ef for-
eldrar mæta við skoðunina. Öll eru börnin vegin og mæld, sjón og heyrn
reynd, og síðan látin fara úr að ofan, og skoðuð, og síðan ritað jafnóð-
um í heilsufarsskrána það, sem finst, í þá dálka, sem við eiga. Ef eitthvað
finst athugavert eða grunsamlegt við heilsufar barnsins, útlit, holdafar
eða þvngd, er sett NB í annað efra hornið á skránni, og þessi börn at-
huguð nánar síðar, og hafðar á þeim sérstakar gætur. Að lokinni skoð-
un er skránum raðað eftir stafrofsröð og geymdar og síðar ritað i þær,
ef eitthvað verður að barninu seinna á skólatímanum, svo og hæð og
þyngl árlega, því að þau börn eru líka vegin og mæld á hverju hausti,
sem ekki eru skoðuð að öðru leyti. Má þannig, hvenær sem er, fá vitneskju
um hvað heilsufari hvers barns líður, og fá samanburð við fyrra heilsu-
far þess, hæð og jiyngd. — Auk þessarar aðalskoðunar húsvitjar skóla-
læknirinn tvisvar á ári í bekkjunum, og lítur eftir börnunum, sérstaklega
þeim, sem hefir borið á einhverri veilu í, en engin eiginleg skoðun fer
þá fram. Um leið og skoðun eða húsvitjun fer fram, eða á eftir, gefur
læknirinn kennurum og aðstandendum barnanna jiær leiðbeiningar og
bendingar, sem honum þykir ástæða til, sér um aö heyrnarsljó börn sitji
nálægt kennara, — þau, sem ekki heyra svo illa, að þau þurfi að fara
í heyrnarsljórra skólann — og segir honum, hverra heilsufari hann þurfi
að gefa sérstakar gætur. — Fyrir utan aðalskoðunina og húsvitjanirnar
kemur læknirinn tvisvar í viku í skólann alt skólaárið, og er þar til við-
tals og athugunar á þeim börnum, sem eitthvað er að, a. m. k. j4-tíma
í hvert sinn. Daginn fyrir þessa viðtalsdaga, rita kennararnir í bók, sem