Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 26
20 LÆKNABLAÐIÐ til 'þess. er ætluö nöfn þeirra barna, sem þeir óska aö læknir athugi; á bók þessi aö vera til taks á læknisstofunni, þegar læknir kemur í við’tals- tímann, og eru börnin athuguö í þeirri röð, sem þar er skráö. Sé eitthvað smávegis aö barninu, sem hjúkrunarkonu er treyst til að fást viö, er því vísað til hjúkrunarstöövarinnar; fær það þá tvo seðla, annan til hjúkunarkonunnar með árituöu nafni barnsins, skóians og bekkjarins, hvað að ,])ví gangi, og hver meðferðin skuli vera, hinn til kennarans, með tilkynningu um að barnið eigi að mæta daglega á hjúkrunarstööinni á tilteknum tíma, og hann beðinn að sjá um, að svo verði. Oft getur verið nauðsynlegt til þess að þetta, eða önnur meðferð komi að noturn, að fá vitneskju um ástæður á heimili barnsins og heilsufar annars heimilis- fólks. Það er t. d. gagnslítið að lækna kláða á barni, ef hætta er á, aö það smitist undir eins aftur af foreldrum eöa systkinum. Þegar grunur er um slikt eða einhverjar ástæður fyrir hendi, er gera það æskilegt, að fá samband við heimilið eða kynna sér ástæður þar, er annaðihvort heirn- ilisfaðirinn boöaður í næsta viðtalstíma læknisins með seðli, er honum er sendur, eða 'hjúkrunarkonunni er sendur seðill með tilmælum um, aö húsvitja á heimili barnsins og kynna sér heilsufariö þar og aðrar ástæð- ur, skýra síðan skólalækni frá, hvers hún verður vísari. Ef skólalæknir telur að barniö þarfnist eiginlegrar læknishjálpar eða meiri aðgerða en þeirra, sem hjúkrunarstöðin getur í té látið, fær það seðil með þeirri ráðleggingu að leita sér ihennar, og er aftan á þann seðil prentuð sk!rá yfir alla þá staði, sem ókeypis læknishjálp fæst á, og hvenær þeif eru opnir sjúklingum; en ef húslæknir er eða foreldrar í sjúkrasamlagi, er vanalega ætlast til að læknishjálparinnar sé leitaö hjá húslækni eða sjúkra- samlagslækni. Jafnframt er hlutaðeigandi kennara tilkynt á öðrum seðli, að barninu hafi verið ráðlagt að leita læknishjálpar og hvers vegna, og hann beðinn að kynna sér, hvort ráðinu sé fylgt, og láta vita, ef þaö sé ekki gert, eða þá að láta barnið koma aftur í næsta viðtalstima læknis. Fyrir alla þessa seðla eru prentuð eyðublöð, svo að læknirinn þarf ekki að skrifa nema mjög litið i hvert sinn. (Frh.) Bók fyrir lækna. D r. H a n s F. K. G ú n t h e r : Kleine Rassenkunde Europas. Miin'chen 1925 (I. F. Lehmanns Verlag). Verð 11.45 kr. i bandi. Mér var send bók þessi til umsagnar, og er slíkt fátítt um útlendar bækur. Mér er ánægja, að geta hennar í fám orðum, því langan ritdóm rúmar ekki Lbl. Bók þessi er hin fróðlegasta fyrir lækna, og auk þess hin skemtilegasta aflestrar, full af ágætum myndum, enda hafa bækur höíundarins orðið víöfrægar og vakiö hina mestu athygli. Eins og sjá má á titlinum, er efni bókarinnar um kynflokka manna í Norðurálfu, útlit þeirra og hverskonar eiginlegleika. Hann telur kyn- flokkana 5: norræna, vestræna, dínarska, austræna og austur-baltiska kynið. Er hverju fyrir sig lýst vel og skilmerkilega, en sérstaklega má geta þess, að ágætar myndir fylgja til skýringar, betri og fleiri en mér

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.