Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 18
12 LÆICNABLAÐIÐ vel ,,kliniskt“ læknaS kálfana. Sjaldnast var þó um fullkomna „sterilisa- tio“ aö ræöa, svo sem naggrísa-prófsmitun sýndi. Þessar rannsóknir M. eru aö minsta kosti stórmerkilegar, og viröast sanna, aö sanocrysin hafi læknandi áhrif á „experimentella“ dýraberkla- veiki. Aö allar eiturverkanir, sem lyfiö veldur, stafi af gerlaeitri og gerla- drápi, virðist mér þó ekki fullsannaö. Þaö gæti einnig veriö aö ræða um áhrif lyfsins á hinn „allergiska“ berklaveika líkama, sérstaklega á berkla- skemdirnar sjálfar, og bendi eg á hina fyrri skoðun um verkun gullsalta, sem getiö er um í upphafi þessarar greinar. Þá er næst að gera grein fyrir notkun lyfsins við mannaberkla. Fer eg eftir bók Möllgaards: Chemotherapy of Tulærculosis.* Aðalkaflinn um notkun lyfsins viö berklaveiki, er eftir K. Secher og Wiirtzen. Sanocrysin fæst óuppleyst í i.o, 0.5 og 0.25 grams skömtum, og er hver skamtur í sérstöku smáglasi. Lyfjö er notað, uppleyst í fullkom- lega sterilu vatni, intravenöst. Upplausnin á aö vera ca. 5%. Síöur á að nota það intramusculert, en má þó gerast, en þá má upplausnin ekki vera sterkari en 3%, til þess aö forðast of mikla ertingu og bólgu á innspýt- ingarstaðnum. S'ub'cutant má ekki nota það, þvi nokkur necrosis getur orðið afleiðing af því. Serum er notað intramusculert, en intravenöst, ef um ,,tuberculinchock“ er að ræða, því þá þarf skjótra aðgerða. Hæfi- legur skamtur af sanocrysin er 1—2 ctgrm. á hvert kgr. likamsþunga. Við fullorðna eða nærri fullorðna sjúkl. er fyrsti skamtur 0,3 gr., en síðar 1 grm., stundum þó 1,23. Varað er við of litlum skömtum, því þeir hafi varla aðra þýðingu en þá, aö gera gerlana ,,gullfasta“, og sé þá ekki hægt að hafa áhrif á þá úr því. Lvfið er gefið 4. eða 5. hvern dag, ef sjúkl. þolir það vel. Helst á að halda áfram, þangað til engar reaktionir koma eftir innspýtinguna, þvi fyr er ekki full verkun af lyfinu. Annars er ekki hægt að gefa neinar fastar reglur um notkun lyfsins. Hún verður að fara eftir þoli sjúklingsins og ástandi. Yfirleitt má ekki gefa næsta skamt fyr en reactio og óþægileg afleiðing hins fyrra skamts er um garö gengin. Eg skal nú fara nokkrum orðum um hinar helstu k o m p 1 i k a t i o n- i r við notkunina : U p p k ö s t koma, svo að segja ætíð, nokkrum augna- blikum eftir inndælinguna, aftur geta þau komið seinna, samfara hita- hækkuninni. Oft kemur n i ð u r g a n g u r, og í einstöku tilfellum hef- ir hann haldið áfram til mors (lyfið vakiö upp latent garnaberkla). H it i kemur venjulega nokkrum stundum eftir inndælinguna, getur oröið hár, jafnvel 41 °, en venjulega stendur hann ekki lengi. Stundum kemur hit- inn ekki fyr en eftir 1—2 sólarhringa, og er honum þá venjulega samfara e x a n t he m, sem venjulega líkist útslættinum við mislinga eða skarlats- sýki. í einstöku tilfellum hefir myndast þrálátur dermatitis. S'toma- t i t i s með ulceration (jafnvel perforatio af góm) kemur einstöku sinn- um. Holdfellir kemur venjulega talsverður, og ef sjúkdómurinn er á háu stigi, verður hann oftast mikill, stundum 2—3 kg. á viku, og fullkomin k a k e x i a getur myndast, sem þá endar með mors. A 1- buminuria kemur mjög oft, stundum mjög fljótt, 3—4 stundum eft- ir inndælinguna, stundum seinna, jafnvel eítir nokkra daga. Venjulega * Nyt nordisk Forlag (A. Busck). Kbh. Vcrð 30 kr.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.