Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ ll gullsaltið, sem s'rðan 1917 mest hefir veriö notað við berklaveiki, er krys- olgan (Feldt). Sumir hafa þóst sjá góðan árangur af lyfi þessu, aðrir ekki. Svo mikiS er víst, aS krysolgan hefir talsverð áhrif á berklaveika sjúklinga, veldur hitahækkun og gefur ,,focalreaction“, og áhrif þess líkjast mjög tuberkulinverkun. Menn eru ekki algerlega á eitt sáttir um hvernig þetta lyf verkar. Um nein veruleg gerladrepandi áhrif virSist ekki vera að ræSa, heldur miklu frenmr um áhrif á frumur líkamans, sem svara ertingunni meS aukinni bandvefsmyndun. Áhrifin verSa þó mest á berklaskemdina sjálfa, þar kemur blóSsókn og aukin efnabreyt- ing, eins og við tuberkulin-meSferS. Næstyngsta gulllyfiS er a u r o 1 i n (Tsuzuki, Japan). Það er efnasamband, sem inniheldur bæSi gull og kop- ar. Það á aS þolast vel; drápsskamtur fyrir naggrísi 25 ctgrm. á kgr. lík- amsþunga. ÞaS er sagt, aS lyfið hafi læknandi áhrif á berklaveika nag- grísi — og menn. Eftir þenna stutta inngang sný eg mér aS nýjasta og — eftir dómi danskra lækna, — langmerkasta gulllyfinu, sem fram hefir komiS til þessa, sem sé s a n o c r y s i n prófessors Holger Möllgaards. Eg skal þó ekki fjölyrða um hina efna- og eölisfræSilegu eiginlegleika lyfsins, né heldur um tilraunir Möllgaards og árangur þeirra, þvi þessu munu nú allir íslenskir læknar kunnugir, því ritgerð M. um þetta (í Uge- skrift f. Læger, 18. des. 1924) mun þegar vera í þeirra höndum. Eg vil að eins minna á aðalárangurinn af rannsóknum M. 1. ) SanocrysiniS aftrar vexti berklagerla utan líkamans í vatnsþynn- ingunni 1: 100.000. 2. ) í þynningunni 1: 1000 spillir þaS hinu fitukenda varnarhýSi gerl- anna, svo aS þeir missa sýrufestu sína, og ef lyfiS verkar lengi, úrættast gerlarnir enn meira og falla í smákorn. 3. ) Sanocrysin getur verndað naggrísi, sem hafa veriS smitaðir meS berklagerlum subcutant, frá því aS fá „generaliseraSa‘‘ berklaveiki. Ann- ars var mjög örðugt að framkvæma þessa tilraun, því venjulega dóu dýrin af sanocrysineitrun. 4. ) I hæfilegum lækningaskömtum, þ. e. 1—2 ctgrm. pr. kg. líkams- þunga, hefir lyfiS ekki skaðlega verkun á heilbrigð dýr. 3.) í jafn stórum skömtum framkallar þaS hjá berklaveikum dýr- um þær gagnverkanir (reaktionir), sem maöur hlaut aS búast viS af gerla- drepandi efni, samkvæmt áSur fenginni reynslu. Hættulegasta verkanin (eitranin) er ,,tuberculinchock“, og dregur oít til dauSa dýrsins. 6. ) ÞaS má varna því, aS þetta chock komi og jafnvel lækna þaS, ef notaS er blóðvatn, sem unnið er úr kálfum eða hestum, er smitaðir eru með dauSum berklagerlum og tuberkulini. 7. ) Því meira sem hinu berklaveika dýri batnar af lyfinu, því bet- ur þolir þaS lyfiS, og loks getur þaS oröiS eins ónæmt fyrir því og al- heilbrigS dýr. 8. ) Kálfa, sem smitaSir voru af mjög stórum gerlaskömtum og orSnir mjög sjúkir, jafnvel meS pneumonia caseosa eSa tub. miliaris, gat sanocrysin-serum-meöferS bætt mjög mikiö, og bjarg- aS þeim frá bráSum bana, þar sem aSrir kálfar, sem eins var ástatt meS, nema aS þeir fengu ekki ]iessa meSferS, dóu skjótlega úr sjúkdómnum. Ef sjúkdómurinn var á lægra stigi, gat meSferðin jafn-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.