Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 20
14 LÆKNABLAÐIÐ þó, að á þessu stigi málsins sé ekki auöið aö segja ákveðið um árangur þess yfirleitt. Eg varð fyrir nokkrum vonbrigðum, þegar eg kom til Kaupmannahafnar á sfðastl. sumri, og kyntist meðferðinni og árangri hennar, og þessi vonbrigði hafa ekki horfið við yfirlestur hinnar áður- nefndu bókar og sjúkrasaganna, sem þar eru, þó að nokkrar sögur bendi á óvæntan bata. Enn er ekki auðið, að kveða upp neinn fullnaðardóm um meðferð þessa, enda er reynslutíminn of stuttur, þegar ræða er urn svo breytilegan og oft óútreiknanlegan sjúkdóm sem berklaveikin er. Takmörkin milli léttra og þungra tilfella er vitanlega óglögg. Ann- ars má gera ýmsar athugasemdir við þetta yfirlit. Við árangurinn hjá léttum tilfellum er ekki margt að athuga. Það er ekki sérlega sláandi, þó meirihluti þeirra verði einkennalaus (free from symptoms) og gerla- laus, að minsta kosti i bili. Þess skal þó getið, að einn af þessum 4, sem engan bata sýndu, dó. Þá er eftirtektaverðara, að 5 af þungum tilfellum verða einkennalausir, en þess skal getið, að 2 aí þeim höfðu pnevmothorax artific, sem stöðugt var haldið við, jafnframt sanocrysin-meðferðinni, en hjá öðrum tveimur .fundust aldrei berklagerlar, en hjá hinum 5. fundust nokkur þur hrvggluhljóð við síðustu skoðun. Lang eftirtektaverðast er það, að einn sjúklingurinn með miliarberkla í lungum virtist verða heil- brigður. Röntgenmynd virtist sýna þenna sjúkdóm („lungs mottled in small spots“), en annars hefði manni, eftir sjúkrasögunni, væntanlega ekki komið til hugar þessi diagnosis. Þess skal getið, að 10 af öllum þeim, sem sagðir eru „eins“, dóu. Þetta er að vísu nokkuð undarleg greinar- gerð, en á væntanlega að þýða, að það sé útilokað, að sanocrysinið sé orsök í dauða þeirra. Af þessum 22 þungu tilíellum, sem urðu verri, voru 11 dauðir. Þeir, sem dóu beint af lyfinu (16% af öllum sjúklingunum), voru á ýmsum stigum, en voru þó aðallega þung tilfelli. Þetta er að vísu yfirleitt ekki sérlega glæsileg útkoma, en þess er að gæta, að margir af þessum sjúklingum höfðu annars litlar eða engar batahorfur. P 1 e u r i t i s. 15 sjúkl. fá meðferðina, þar af n með pleuritis acuta, 4 með pleur. chr. 1 dó úr tuberc. peritonitis, hinum batnaði (post. eða propter ?). P e r i t o n i t i s t u b. 2 sjúkl., annar dó, hinum batnaði (barn 5 ára). B r o n c h i a 1 k i r 11 a r h j á b ö r n u m. 4 tilfelli. Öll eru sögð að hafa fengið bata, en sjúkdóms- og bataeinkennin eru svo óákveðin, að ekki er gott að átta sig á þessum tilfellum. Sama er að segja um 1 u n g n a- berkla hjá börnum 16 tilfelli). 11 virtust verða „einkennalaus“, 2 betri, 2 eins, 1 dó úr chock. í flestum af þessum börnum var lítið eða ekkert að heyra við stethoscopi, meira sást við Röntgen. Hjá nokkrum voru þó talsverðar breytingar við steth. Yfirleitt virtist meðferðin gagna þeirn, og þau þoldu hana flest tiltölulega betur en fullörðnir. Við kirurgiska berklaveiki var oftast nær enginn árangur, eða þá svo efasamur, að eg hirði ekki að fara lengra út í þá sálma. Við m e n i n g i t i s var aldrei árangur. Sigurður Magnússon.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.