Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 36
30 LÆKNABLAÐIÐ aö mega stööva hæmatemesis eöa hæmoptysis mefö röntgengeislum á lifur eöa milta. G. Cl. Smágreinar og athug;asemdir. íslenskir læknar í Danmörku. J ó n a s læknir S v e i n s s o n hefir um skeiö veriö kandidat á, skurölækningadeild Amtssjúkrahússins í Ár- ósum; er þar yfirlæknir C. Tage-Hansen. J. Sv. flutti nýlega erindi i „Fél. józkra lækna“, um læknamentun á íslandi, og kjör ísl. lækna; drap hann m. a. á, aö æskilegt væri aö ísl. kandidatar ættu sama rétt til þess aö hljóta.stööu á spítölum í Danmörku, sem danskir kandidatar. Um þetta atriði uröu nokkrar umræöur. Yfirlæknir H. Strandgaard (Aarhus Kommune Hosp.) mælti á þessa leið: „Eg tel víst, aö ísl. læknum yröi vel tekiö á sjúkrahúsum úti um land, en sem stendur er ekki heimilt aö ráða þá með sömu kjörum sem danska kandidata, nema sérstaklega standi á. Ég lít svo á, aö þetta sé samningsatriöi milli ísl. og dönsku stjórnar- innar, sem efalaust er auövelt að kippa í lag.“ D r. F j e 1 d b o r g, sem ýmsir munu kannast viö frá Fæöingarstofn- uninni, núver. i. varalæknir á Fredriksb. Hosp. mælti: „Eg hefi kynst nokkrum læknum frá Rvíkurháskóla, og get géfið þeim þann vitnisburö, aö þeir eru betur aö sér teoretiskt en danskir kand.; semja t. d. mun betri sjúkdómslýsingar, og stunda starf sitt með alúð. Eg tel því enga nauð- syn á, að þeir taki próf viö hásk. í Khöfn, til þess aö fá kandidatspláss í Danmörku og njóta sömu réttinda sem danskir væru. Vér getum, okkur aö meinalausu hjálpað nágrönnum okkar í þessu efni, þangaö til þeir koma sér upp landsspítalanum.“ Fleiri tóku til máls, og tóku allir í sarna streng. Jónas Sveinsson tekur réttilega fram, í bréfi sínu til Lbl„ aö ísl. heil- brigðisstjórnin ætti aö semja um þetta mál við dönsk stjórnarvöld. Málið er mikilsvert, og á J . Sv: þakkir skilið fyrir aö hafa vakið máls á því við danska lækna. Mikilsmetnir læknar í Árósum eru mjög hlyntir ís- lendingum í þessu ntáli, og er ekki síður eftirsóknarvert, að komast aö spítölum „i Provinsen“, heldur en í Khöfn. Ef reynt væri aö útvega ísl. kandid. þessi mikilsverðu hlunnindi, bæri ekki aö miða við bygging Lands- spítalans; þvi illa væri það farið, ef ísl. læknar hættu þá aö fara utan til þess að afla sér framhaldsnáms. G. Cl. Sullavarnir. Stjórnarráðið hefir staðfest reglugerö um hundahald í Keflavik. Óþarfa hunda má enga hafa, en hreppsnefndinni er heimilt að leyfa alt að 5 hunda vegna fjáreignar í kauptúninu. Spiritus-eitrun. Um áramótin síðustu dóu 2 menn á Suðurnesjum vegna áfengis-eitrunar; báðir voru krufnir í Rvik, en ekki fanst neitt sériegt við section. Kemur þetta heim við fregn þá, sem birt er á öörum stað í Lbl. um hiö banvæna „moonshine" i bannlandinu vestan hafs. Skipaskoðunin. Út af slysinu í Vestmannaeyjum, hefir oröið nokkurt urntal um, hvort nauðsyn bæri til að héraðslæknar færu á skipsfjöl í hvert skifti sem skip koma frá útlöndum. Lyfsalinn i Vestm.eyjum hefir hreyft

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.