Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 17 ar a'ð gera mörgum fremur að ýmsu leyti, — láti í ljósi álit sitt um það, að hverju leyti og hvernig þeim megi haga betur en gert er. I. Eg sagði, að skólamálin væru vandræðamál að mörgu leyti. Um lang- an aldur hefir það kveðið við, að það þyrfti að menta alþýðu, og getur aö vísu enginn borið á móti því, en hvað mentun er, og hvernig alþýða verði mentuð, það sýnir reynslan, að ,.menn vaða í villu og svima“ um, þvi að þrátt fyrir alt mentunarskraf og mentunartilraunir, sýnist alþýðu- mentuninni miða býsna hægt áfram, ef það er þá nokkurn hlut. Víst er um það, að fyrir flestum, sem um mentun tala, vakir eingöngu bókleg mentun, og að meðalið til að veita alþýðu hana, séu skólar. Á þeim hefir lengi verið tröllatrú, bæði hér á landi og annarsstaðar. Pess vegna hefir i öllum svo nefndum siðuöum löndum verið lögleidd skólaskylda, þar á meðal hér. En er reynsla tók að fást um hina lögboðnu skólagöngu, kom það i ljós annars vegar, að árangurinn varð lélegri en menn höfðu gert sér von um, liins vegar að heilbrigði barnanna og likamsþroska stafaði á ýmsan hátt hætta af skólavistinni. Það liggur og í ugum uppi, að það er óeðlilegt og óholt börnum að sitja rígbundin við bóknám alt að 8 tima á dag, eins og á sér stað sunísstaðar erlendis. Reynslan sýndi og, að oft voru skólarnir gróðrarstia næmra sótta og kvilla, og stuðluðu drjúgum að útbreiðslu þeirra. Þrátt fyrir þetta hefir engum komið til hugar að legga niður skólana eða skólaskylduna, enda naumast tiltæki- legt, því að þótt það sé í rauninni ofætlun fyrir skólana að veita börn- unum bóklega mentun að nokkru ráði, þá ættu þeir þó að geta veitt þeim þá kunnáttu, er þarf til þess, að þau geti sjálf aflað sér hennar, ef þau hafa gáfur og löngun til, svo og nokkra leikni í þeirri bóklegu kunnáttu, sem allir þurfa á að halda, svo sem skrift og algengasta reikningi; og víðast er ekki hlaupið að því, að sjá þeim fyrir þessari kunnáttu og leikni skólalaust. Menn hafa því orðið að láta sér nægja, að reyna að draga úr hættunni, annars vegar með því að láta börnin líka hafa nokkrar verk- legar1 námsgreinar til að hreyfa og temja og liðka líkamann, t. d. smíð- ar, með leikfimi 0. f 1., hins vegar með því aö láta lækna líta eítir skó!- unum, hollustu húsakynna og aðbúðar og heilsufari nemendanna. Ekki er neitt af þessu né heldur það alt saman að vísu einhlítt, til að eyöa að fullu eða koma í veg fyrir skaðsemi skólavistarinnar, einkum fyrir ung börn, en kemur þó vafalaust að miklu notum víða. Efirliti iækna með barnaskólum var fyrst byrjað á í stórborgum erlendis, og ekki fyr en á síðasta áratug 19. aldarinnar. Var tilefnið sumstaðar farsóttir, er gengu meðal skólabarnanna (t. d. þar sem eftirlit var einna fyrst tekið upp, í Boston 1894, skæð og útbreidd barnaveiki), á öðrum stöðum uggur um skaðvæni skólavistarinnar fyrir líkamsþroska l)arnanna og heilsufar yfirleitt. I Danmörku skiftir ríkið sér ekki af skólaeftirlitinu, heldur er það þar sérmál bæja- og sveitafjelaga; þar er því ekkert skó.laeftirlit enn á stöku stöðum, en lang-viðast er það þó komið á. I Kaupmsnna- höfn liefir það verið síðan 1897, en eins og nærri má geta, var það miklu ófullkonmara í fvrstu en nú er það. Hafa nú sérstakir læknar það á hendi, svo nefndir Komniunelæger; hefir hver eftirlit við 2—3 skóla, en alls eru skólarnir um 90 með 60—70 þús. börnum. Einn af skólalækn-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.