Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 24
LÆKNABLAÐIÐ •18 unum, skóla-yfirlæknir svo nefndur, hefir svo yfirumsjón meö öllu sam- an; er þaS nú Dr. Poul Hertz, sem ýmsum mun kunnur af bók sirini „Sund Skoleungdom"; er hann mesta ljúfmenni og barnavinur, og hefir manna mest unni'S aS því. a5 koma skólaefirliti á í Danmörku, og fá þaö aukiö. Vegna yfir-umsjónarinnar hefir hann ekki sjálfur á hendi eftirlit nema með einum skóla, St. Hans Skole á Noröurbrú (viö St. Hans Torv). Var eg meö honum við eftirlitið þar nokkrum sinnum, og auk þess sem eg sá þar og hann sagði mér því viðvíkjandi, sýndi hann mér einn af nýjustu og fullkomnustu skólum bæjarins, Stevnsgades Skole, sem líka er á Norðurbrú, skóla fyrir berklaveik börn (Kurskolen for tuberculöse Börn) og eina af hjúkrunarstöðvum skólabarna. Stevnsgades Skole er svo vel úr garöi gerður, sem framast verður kosið, aö húsakynnum og útbúnaöi öllum. Sækja hann um 1400 börn. Þar eru 24 kenslustofur og aö auki sérstök teikningastofa og sérstök kenslustofa fyrir náttúrufræði og stofa fyrir náttúrugripi og tilraunaáhöld inn af henni. í teikningastof- unni má hækka og lækka borðin eftir þörfum á svipstundu og gera þau brattari eða hallaminni eftir vild. Enn er smíðastofa fyrir drengi og handavinnustofa fyrir stúlkur, og skólaeldhús fyrir stúlkur; alsstaðar er gnægð áhalda og útbúnaðar, alt meö nýjustu og hentugustu gerð. í öllum kenslustofum og á göngum er mikið af ágætum myndum, ýmist úr sögu Danmerkur eða af landslagi eða stórhýsum. Garðurinn er ágætur leikvöllur, meö rennsléttu asfaltgólfi, og ])ar eru vatnssalerni. í kjall- ara eru meðal annars miðstöðvarhitunartæki og í sambandi við þau áhald, er sýnir hitastigiö í hverjum bekk, og útbúnaður er temprar hitann í bekkjunum sjálfkrafa (automatiskt). Þar er og baðstofa, þar sem börnin fá regnböð og fótabað, og eldhús, sem matur er soðinn í handa skóla- börnunum, og fá þau hann gefins, sem vilja. Gluggar á kenslustofun- um eru mjög stórir, allir tvöfaldir, og allir á hjörum, því að ekki er talið nægilegt til loftræstingar, að veita heitu útilofti inn, nema þegar k.alt er í veðri, því að nýjustu rannsóknir um óhollustu af „spiltu lofti“, virð- ast sýna, að hún stafi af ofmiklum hita og raka, og oflítilli lofthreyfingu, en sjaldan eöa aldrei af ofmikilli kolsýru í loftinu, eins og áður var ætlað. — Skóli berklaveiku barnanna er vist minsti skólinn í Khöfn, tekur ekki nema 40 börn, en þegar eg kom þar, 21. sept., voru börnin þar ekki nema 28, og sjaldan sagði Dr. Hertz, að hann væri fullskipaöur; fleiri en i%o af skólabörnunum hefðu ekki opna bv. í lungum, og sum þeirra væru auðvitað ekki til neinnar skólavistar fær, en látin á heilsuhæli eða spítala. Á sumrin eru börn úr þessum skóla látin vera í sveit, og voru þáu nú nýkomin til bæjarins úr 3 mánaða dvöl þar, höfðu öll þyngst mikið og voru öll útitekin og mörg falleg. Mat fá börnin í skólanum. Eru þau þar 8 klt. á dag, og skiftist á kensla — j/2-tíma i senn, minnir nrig, •— og útivist, að leikum eða í leguskála með járnrúmum við suðurhlið skóla- hússins. — Hjúkrunarstöðvar eru 9 alls, og sækja til hverrar stöðvar börn frá næstu skólurn, er læknir vísar þangað til smávegis aðgeröa. Annast þær hjúkrunarkona, er stöðinni stjórnar með rtmsjá og eftirliti skólalæknanna. Auk þess húsvitja hjúkrunarkonur stundum á heimilum barna, þegar skólalæknir mælir svo fyrir, og eru honum yfirleitt til að- stoðar eftir þörfum. — Nýlega hafa tannlækningastofur verið settar i sambandi við suma skólana, en óvíða er það enn, sem sjá má á því, aö

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.