Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ o Praxis chirurgica. Svo sem kunnugt er, haföi fyrirrennari minn, próf. G. H., feikna-mikiif' álit sem skurölæknir. Til hans höfðu streyint sjúklingar hvaðanæfa af öllu Noröur- og Austurlandi og Vestfjöröum hérna megin Horns. Þaö var því ekki aö furöa, þó að talsvert minkaöi aösókn skurðsjúklinga við aö- komu mína til Akureyrarspítala, þar sem eg var ungur og lítt reyndur. Eg fann líka sárt til þessa fyrstu árin sem eg starfaði hér. Eg fann, að fólkið tr.eysti mér hálf illa, en eigi að siöur treysti eg sjálfum mér allvel, og skar þá sjúklinga, sem mér hlotnaðist að ná í og taldi aö skera þyrfti. Meöan Guðmundur var hér, var. stööugur straumur af skurð-sjúkling- um, einkanlega á sumrin með strandferðaskipunum, en fátt á veturna. Mér þótti fyrir, aö þessi straumur sjatnaði að mestu viö hingaökomu mína, og lengi frarn eftir. Það er fyrst á seinni árurn, sem sá straumur er byrjaður á ný. Nú skyldi margur halda, að fyrir þessa rénun í aðsókn skurö-sjúklinga, hefði aösóknin yfirleitt að spítalanum, legudagafjöldinn og tekjur spítal- ans, minkað frarn úr öllu hófi, fyrir þaö að eg kom til sögunnar, en svo var ekki. Hér kom það til hjálpar, eftir að eg kom, aö meir og meir var farið að leggja inn á sjúkrahúsið sjúklinga með tæringu og aðra lang- vinna sjúkdóma, senr áöur höfðu legið lon og don í heimahús.um. Var þetta rnikið að þakka fátækralöggjöfinni frá 1905, sem heimilaði þurfa- lingum styrk úr landssjóði til sjúkrahússvistar. Seinna kom berklalög- gjöfin til sögunnar, sem gaf enn fleiram kost á landssjóðsstyrk. Þannig atvikaðist það, að þrátt fyrir alt óx, stöðugt aðsókn aö Akureyrarspitala og vex enn, svo að nú virðist varla neinum takmörkum bundið. Horf- urnar sýnast blátt áfram þær, að ef sjúkrahússtjórnin sæi sér fært að auka enn við bygginguna, þá mundi stöðugt vera hægt að fylla nýju herbergin. Frá því 1907 hefir rúmafjöldinn þrefaldast og legudagafjöld- inn farið því nær jafnt vaxandi úr 3571 árið 1907, upp.í 15322 síðast- liðið ár. Að handlæknissjúkdómum fækkaði fyrstu árin mín, var nú ekki ein- göngu vantrausti á mér aö kenna, heldur því, að bæði var sullaveiki farin talsvert að réna, frá því sem áöur var, og svo því, að ungir læknar útlærðir í hinum góða skóla Guðmundar Magnús.sonar, settust að í hér- uðum víðsvegar um land og fóru að skera. Nefni eg þar til einkanlega Jónas lækni Kristjánsson, Georg Georgsson og Magnújs Jqhannssonj, Og eldri læknar, eins og Gísli Pétursson og Sigurður Pálsson, tóku einnig til að nota hnífinn. Síðan hafa fleiri og fleiri komið til aö skifta á milli sín skurð-sjúklingum þeim, sem áður sóttu hingað, og hafa mér þannig vaxiö fleiri og fleiri keppinautar. Eigi aö siður hefir þó skurö-sjúking- urn farið stööugt fjölgandi, siðan eg tók við, og mundi því mörgum sýn- ast, sem eg heföi litla ástæöu til að kvarta. Ofanrituð tafla sýnir rnitt repertoire, eða þann verkahring, sem eg aö nokkru leyti hefi sjálfur rnarkaö mér; en sem eg aö nokkra leyti hefi af „force majeure" knúðst til að setja mér fyrir. Maöur. verður aö gutla i mörgu, fær þá tilfinnanléga litla æfingu í sumu, en oft hefi eg þó glaðst eftir á, að sérfræðingar voru ekki viö hendina, til að vísa til vandamálum, sem mér tókst að leysa.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.