Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 16
IO
LÆKNABLAÐIÐ
sem ótamin dýr og óþrifadýr, hvorttveggja er hundaeigendum að kenna,
og ber vott um skort á menningu.
Til þess að ráða bót á þessu, sé eg að eins eitt ráð, sem að gagni má
koma. Svo mikið er víst, að hundlaust er ekki unt að vera hér á landi, þar
sem annar aðalatvinnuvegurinn er kvikfjárrækt, svo að ekki dugar að
drepa alla hunda, nema flytja aðra inn í staðinn, enda ekki víst nema að
sækti í sama horfið með þá, þó þaö ráð væri tekið. Ráðið, sem eg legg
ti! að reynt sé til aö útrýma sullaveikinni úr landinu, er, a ð 1 ö g b o ð i ð
sé að sett sé munngríma á a 11 a h u n d a, svo að þeir geti ekki
jetið annan mat en þann, sent þeim er skamtaður. Þar með ætti að vera
fyrirbygt, aö þeir gætu jetið lifandi sulli. Grimuna yrði auðvitað að taka
af þeim, meðan þeir eru notaðir til fjárgeyntslu, og svo meðan þeir eru
íóöraðir. Eg hygg, að mest sé hættan á því, að hundar smitist af band-
ormum á haustin i sláturtíðinni, í kauptúnum, þar sem mörgu fé er slátr-
að, ef dæma má að likum hér; að þá sé helsf hætta á því að þeir nái i
hráæti, sem geti verið mengað sullum, og að þá sé mest áríðandi að mýla
hundana. Ef sett væri munngríma á fjárhundana undir eins og rekstri
fjárins væri lokið, væri um leið útilokað, að þeir næðu að jeta nokkuð
hrátt. Meðan hundar ganga um sjálfráðir og geta snasað í alt sem fyrir
verður og jetið hræ, ef þeir liitta það, hygg jeg að aldrei verði útrýmt
sullaveikinni á fáum árum. E 1 s t u h u n d u n u m æ 11 i a ð 1 ó g a
f 1 i ó 11 e g a, því að hættast er við að þeir séu bandormasjúkir; enn-
frernur öllum hundurn, sem menn hafa grun urn að séti nteð bandorma,
þvi að eg endurtek |)að, að eg tel hundahreinsun aö litlu eða engu gagni
í flestum tilfellum. Flest nýbrejdni, sem að gagni ntá verða, á vanalega
erfitt uppdráttar. Fólkið er fastheldið og seint að læra. Til þess að fá
þessari uppástungu framgengt, duga sveitasamþyktir eða lög með sektar-
ákvæðum ekki, ef ekki ræður jafnframt samhuga vilji allra hundaeigenda
og fullkominn skilningur og þekking á sullaveikismálinu meöal alþýðu.
Fer þá með lög um þetta eins og bannlögin og fleiri lög, sent sett eru
til heilla alþýðu. Ef þetta mál á ekki aö sitja í sama farinu og áður, verö-
ur öll læknastétt landsins að láta sig þetta mál meiru skifta hér eftir en
hingað til. Ef til vill kunna einhverjir betri og drýgri ráð til að útrýma
sullaveikinni. En alger útrvming hennar verður að vera markmiðið.
Jónas Kristjánsson.
Sanocrysin.
Síðan Erlich fann hið ágæta syfilismeðal, Salvarsan, hafa margir
vísindamenn meö vaxandi áhuga gert tilraunir með ýms málmsambónd
við gerlasjúkdóma, meðal annars við berklaveiki. Sérstaklega hafa ko])ar-
sölt og gubsölt verið reynd við berklaveiki. 1890 sýndi Robert Koch
að k a 1 i u m g u 11 - :c y a n i d hefir skaðleg áhrif á berklagerla utan
líkamans. Hin siðari árin hafa margar tilraunir verið gerðar með ýms
gullsambönd (sérstaklega aurocantan og krysolgan). Það