Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.02.1925, Blaðsíða 10
4 LÆKNABLAÐIÐ Af því flestir lesa töflur og þurrar skýrslur eins og skollinn ritning- una, skal eg leggja lesaranum þaS sérstaklega á minniö, út úr fyrri töfl- upni, aö á 17 ára tímabilinu telst mér til, aö eg hafi gjört 522 aSgerSir, sem eg kalla meiri háttar, — á jafnmörgum sjúklingum. Þar af hafa dáiS 41, og verSur þá dauSratalan 7,8%. Uppskeran lítil? Sútnum kann aS finnast þetta vera allálitleg uppskera (ef svo má segja), aS athuguSum afarmörgnm smærri aSgerSum í viSbót viS þessar, svo sem incisiones í grunnar og djúpar ígerSir, exstirpationes tumorum, abrasiones muc. uteri, eSa evacuationes oris o. s. frv. Þó verS eg aS segja, áS eg hefi löngum fundiS sárt til þess og finn til þess enn, aS kirurgisku tilfellin eru ekki nándar nærri nógu mörg, en alt of mikiS af langvinn- um innvortissjúkdómum, sem alt of lítiS er viS aS gera. En þegar þessar áhyggjur sækja aS mér, verSur mér aS hugsa til annara kollega, sem hafa langt um minni kirurgiska praxis og verSa því nær eingöngu aS sætta sig viS lyflækninga-sjúkdóma. En þaS hefir orSiS reynsla mín viS 17 ára spítalastarf mitt, þar sem meiri hluti sjúklinganna hefir venju- lega veriS meS lyflækningasjúkdóma, aS af þeim hafi eg yfirleitt litlar áhýggjur haft. Þeim hefir annaShvort batnaS eSa versnaS, og dáiS án þess eg fyndi aS eg ætti fyrir þaS nokkrar verulegar þakkir eSa van- þakkir skiliS, án þess eg gæti ásakaS mig fyrir, aS hafa gert þeim lakari skil en aSrir læknar hefSu gert. Hins vegar hafa ætíS legiS þungt á mér áhyggjur út af handlæknisaSgerSum, því mér hefir veriS ljóst, aS meS þeim einkanlega höfum viS læknar i hendi okkar ráS til aS vinna gagn, og venjulega er unt aS sjá þar ljósan árangur gerSa vorra. En því miS- ur getur stundum sitthvaS blandast inn í, til aS draga úr góSum árangri handlækninganna og auka hættu þá, sem þeim er samfara. Sérhver handlæknir rekur sig fljótt á, hversu fimur sem hann er, og hversu aSgætinn sem hann er, aS þá og þegar missir hann sjúklinga, sem aS fyrra bragSi sýndist auSvelt aS bjarga. Og þvi trúir enginn, nema sá sem reynir, hve áhyggjurnar er þessu fylgja, geta veriS þungbærar. „Farit hef ek blóSgum brandi, mér benþiSurr fylg'Si", kvaS Egill og hlakkaSi vfir. Sömu vísuorS má margur c h i r u r g u s hafa eftir hon- um, en meS hrygS í huga. Allir þekkja dæmi eins og þessi: Tiltölulega heilbrigSur maSur legst upp á skurSarborS og deyr snögg- lega af svæfingunni; annar fær lungnabólgu eftir einfaldan skurS og deyr; þriSji fær æSakökk eftir vel afstaSinn skurS og deyr af, o. s. frv. 'Yfir slikum óhöppum ræSur enginn enn þá, en eigi aS síSur valda þau lækninum, sem í hlut á, þungrar sorgar og alls konar heilal)rota. Og þessa gætir ekki síst, þar sem hagar til líkt og hér á landi víSast, þar sem læknirinn er persónulega kunnugur flestum sjúklingum og þeirra fjölskyldum, og verSur, þegar illa fer, aS líSa meS þeim gegnum þykt og þunt. Sjálfsagt er þetta þó besti s t i m u 1 u s til aS duga vel. Og eg held, aS í rauninni séu þeir ekkert öfundsverSari, sumir stór-skurS- læknarnir ytra, sem sjaldan sjá s i n n n á u n g a á skurSarborSi, held- ur aS eins óþekta skrokka, og í hæsta lagi aS eins i 111 e r e s t i 11 g c a s e s, ÞaS yerSur líkast k j öt st im p 1 u n.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.