Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 3
15. árg. 11. blað. niimiin Reykjavík, nóv. 1929. Mistök lýðtrygginganna og ráð til umbóta. Eftir Kristhm Rjarnarson, lækni, París. Mér heíir dottið í hug', a'Ö ýmsum læknum og leikmönnum á íslandi, sem ekki ná til margra útlendra læknatímarita, myndi langa til þess aÖ heyra eitthvað af umræbum lækna úti í löndum, um almenningstryggingar eða lýðtryggingar. Slíkar tryggingar hafa átt sér stað í Þýskalandi um langan aldur. og kunna Þjóðverjar því manna best að dæma um, hvernig þeirra kerfi hefir reynst. En það er að miklu levti lagt til grundvallar að lýð- tryggingalöggjöf Englendinga; og hið fyrirhugaða tryggingakerfi Frakka er algerlega sniðið eftir því. í Frakklandi voru nýlega samin og samþykt lög um lýðtryggingar, en læknar voru litt hafðir í ráðum. En nú þegar, áður en þau eru komin til framkvæmda, hefir brytt á óánægju meöal ýmsra stétta, og verða því sennilega gerðar verulegar breytingar á þeim. Málið er því á dagskrá hér, — eins og það er orðið á íslandi. Eg leyfi mér að l>era fram fyrir lesendur Lbl. þýðingar og útdrætti úr nokkrum ritgerð- um, er um málið fjalla, og mér þóttu sérstaklega eftirtektarverðar. Gera höf. rækilega grein fvrir göllum þýska kerfisins og leggja fram þrenns- konar tillögur um fyrirkomulag, er hafi kosti fyrri kerfa, en bæti úr helstu ágöllum ])eirra. Hefi eg reynt að vera trúr túlkur höfunda, og engan dóm lagt á álit þeirra, né hlandað mínum eigin skoðunum. Því miður hefi eg hvorki haft tíma né tækifæri til þess að kynna mér málið til hlitar, hvorki eins og ])að horfir við hér, né hvernig vikja þyrfti við eftir íslenskum að- stæðum. En þá þætti mér vel farið, ef skrif þetta yrði til þess að örfa áhuga manna — og þá sérstaklega lækna, sem málið er skyldast, og ætti að vera kunnugast — á tryggingarmálunum. Þyrftu læknar að ihuga þau vandlega, og láta til sin heyra í 'tíma, svo að lög þau, er Alþingi kann að setja i þeim efnum, geti orðið verulega heillavænleg, og til frambúðar. Álit Dr. Ervin Licks. Dr. Ervin Lick, sjúkrasjóðslæknir i Danzig, hefir nýlega samið bók um tryggingarnar þýsku, og fer hér á eítir útdráttur úr bók hans (Presse Médicale, 24. nóv. 1928) : í inngangi bókar sinnar rekur Dr. Lick sögu lýðtrygginganna þýsku i fám orðum og tekur fram, að þegar hornsteinninn var lagður að lýðtrygg- ingunum, voru þýskir læknar ekki spurðir álits, — „mjög undarlegt hátta- lag, því án samvinnu við lækna var ekki hægt að hugsa til að reisa, né

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.