Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 6
LÆKN ABLAÐIÐ 156 AlstaÖar þróast þessi sjúki hugsunarháttur: Eg er sjúkrasjóSsfélagi; eg verð að ná einhverju úr sjóðnum. Bunge („Zur Lösung der sozialen Frage“, Basel 1920) fórust svo or'ð, þegar árið 1920: „Við stefnum að því marki, að helmingur þjóðarinnar hvíli á sjúkrabeönum, og hinn hlutinn eigi nóg með að stunda þann fýrri. Og sjálfir guðirnir mega vita, hver svo á að stunda hjúkrunarmennina.“ Sjúkratryggingarnar verða ekki aðeins til þess að drepa niður kjarkinn, heldur til siðspillingar. í Þýskalandi er nú sífelt nýjum og nýjum þjóð- félagsstéttum veittir sjúkrasjóðir (t. d. sjóður embættismanna, meðalstétt- anna). Hvar lendir þetta? Fólk, sem stundar rólegt sitt starf, og var komið fram á æfikvöld, án þess að gefa mikinn gaum þeirii smáörum, sem æfin og ellin markar, rýkur nú í lækninn; því það er nú trygt og sjóðurinn borgar. Það hefir tekist, að gera æfilokin óróleg. Þótt engin sjúkdóms- áhyggja hefði bagað þangað til, leiðast nýjar stéttir á veg taugaveiklunar og þunglyndis. Ókostir sjúkratrygg'mganna fyrir lœkninn. Læknisþóknanirnar eru aumlegar; stærsti sjúkrasjóðurinn i Danzig (aðal- sjóðurinn á staðnum, með 50.000 félaga) geldur lækni 6 florinur fyrir hvern sjúkling, sem hann hefir stundað um 3 mánuði, eða 2 florinur á mánuði, og er þessi óvera þó ekki til nema á pappírnum; borgar sjóðurinn að meðal- tali ekki nema % þessarar reiknuðu þóknunar (1924: 60%, 1925: 59%, 1926: 63%), eða nálægt 1.20 florinu á mánuði. Til samanburðar: Klipp- ing á hári og nudd (friction) kostar í Danzig 1.80 fl. — Þegar svona er, er aðeins ein leið fyrir sjvikrasjóðslækninn til þess að hafa ofan af fyrir sér: láta fjöldann gefa af sér; til þess að fylla stöðugt viðtalsstofuna, verð- ur að stunda hvern hégóma, sjúklingurinn verður stöðugt að koma aftur. Það er alkunna, að samlags-„víkingarnir“ eru næstum altaf tiltölulega ungir læknar (25—35 ára), því þeim unga lækni, alhuga við að skapa sér stöðu, hættir meira til þess að skella skolleyrunum við áminningum frá samviskusamri læknastétt. Hann veitir vottorð af greiðvikni, vottar örlát- lega óverkfærni, finnur meira en fyrir er og telur óverulegar breytingar mikilvægar um skör fram, 1 stuttu máli: hann hagar sér sem kaupsýslu- maður, en ekki sem læknir. Nú er viðtalsstofa læknisins ekki lengur musterið, þar sem sá sjúki leitar bata, heldur kauphöllin, þar sem samið er um viðskifti. Það er um pappíra að ræða: læknirinn hrúgar saman rauðum, grænum, guluin og bláum papp- írum; að vísu er hver einn pkki nema nokkurra penninga virði, en safnast þegar saman kemur, fjöldinn gefur af sér. Sjúklingurinn spyr líka eftir pappír, það er að segja sjúkrablaði, sem þýðir peninga. Þessi stóriðja hlýtur að leiða til óvandaðrar málamyndarvinnu. Þótt mað- ur sé allur af vilja gerður, er ekki hægt að skoða 60, 80, 100 sjúklinga á viðtalsstofunni á dag, fara í 10—20 sjúkravitjanir út í bæ, útfylla blöð, skrár, eyðublöð, vitjanablöð, flóknar sundurliðanir. Stóriðjan veitir lœkninum cnga stund, til þcss að fullkomnast né hvílast. Það er áreiðanlegt, að starfið i þágu sjúkrasjóðanna gerir byrjandi lækni léttara fyrir að hefja braut sína, en jafnvel hjá sjúkrasjóðs-„vikingunum“ með lipra samvisku, eru tekjurnar ekki ægilegar, því í Danzig getur sjúkra- sjóðslæknirinn ekki farið fram úr ákveðinni hámarkstölu, sem þar er 26.625

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.