Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐIÐ 158 gæsla á lyfseðlum; það mætti styrkja sjálfsábyrgð trygðra með því að neyða ])á til þess að taka þátt i læknis- og lvfjakostnaði. Lick er ekki trúaður á áhrif þessara ráða, sem ekki sýndi sig í öðru en í auknum pappír, meira l)leki og fleiri skriffinnum. „Sparsemi var lögboðin meðan á stríðinu stóð, en ekki var hægt aö setja lögreglumann við hlið hverrar hænu sem verpti. og ekki er írekar mögulegt að hafa eftirlitsmann sjúkrasjóðs í viðtalsstofu hvers læknis.“ Allar þessar rannsóknir og varúðarráðstafanir krefjast mik- ils tíma og valda fjandskap allra aðilja; hafi þær dregið úr verstu mis- brestunum, hafa þær þó i engu breytt kerfinu. sem er skakt frá grunni, og geta engu þar um þokað í framtíðinni. Kcrfið cr skakt. Báðir aðiljar vita ]>að, eða grunar það a. m. k.; þessir aðilar. sem slita sér út í gagnslausri. dýrri, grimmri baráttu áratugum saman. Hvernig á þá að afnema misbeitingu trygginganua eða þá draga svo úr þeim, að þær verði þolanlegar? Úrræðin eru ekki nema tvö, segir Lick: Að afucma lýðtryggingaruar. Að brcyta þciui frá grunui. Lick virðist fyrri leiðin ófær. Sjúkrasjóðirnir eru orðnir sterkt vopu stjórnmálaflokka í Þýskalandi. Stjórnir flestra héraðssjóða eru í höndum verkamannafélaganna, og því verður ekki breytt, nema með borgarastvrjöld. Að hinu leytinu er gnuidvaUarhugsjónin, ])að er að segja gagnkvœni lijálf, svo ágœt, að ekki iná hugsa til þcss að svifta svo dýrmœtri tryggingu verka- manninn, sem hefir rétt til hnifs og skeiðar, sem hefir vinnu í dag, en ekki á morgun. Svo er almenningsálitið vfirleitt með sjúkrasjóðunum; það er dýrtíð i landinu; íbúðir, klæði og fæða er dýr. Orðin: verðfall, almenn lækkun, eru bara hyllingar. Eitt er víst: menn hafa illa efni á að: borga lækninum, og altaf ver og ver. í fleiri áratugi hafa læknar sýnt heiminum, aö þeir eru reiðubúnir til ])ess að vinna gegn lágu gjaldi (læknismeðferð í mánaðar- tíma kostar 1.20 flórinur, en ein einasta hárklipping kostar 1.80 f 1.). Hvers vegna ættu millistéttirnar ekki líka að nota sér höppin, og auð- mennirnir, — sem eru svo fáir, — hvers vegna skyldu þeir ekki nevta möguleikans til að fá læknishjálp vægu verði? Sparnaður á þeim lið leyfði ítalíuför. Málið liggur þannig fyrir: 45.000 þýskir læknar. þar af næstum 40.000 sjúkrasjóðslæknar, mynda stétt, sem einstaklingar og almenningsheilbrigði getur ekki án verið; stétt. sem er vísindalega mentuð. starfsöm. heiðarleg. Næstum allir læknarnir eru i tveim stórum félögum: Sambandi læknafé- laganna og Hartmanns bandalaginu; foringjarnir bráðgáfaðir og helga sig málefninu; herskari læknanna er fórnfús og veit hvað er i veði. Læknastétt- in er því ekki lítilsvirtur andstæðingur; en hún á við sterkan að fást. Gagnvart þessum 45.000 læknum standa miljónir samtaka verkamanna. B.ikið talar fagurt til læknanna, en þar með er næstum búið; það vinuur alveg i anda sjúkrasjóðanna. Með sér hefðu læknar máske nokkur vinnuveitendafélög, en vinnuveit- endur eru stöðugt, eftir orösins merkingu. gegn fjöldanum, eða að minsta kosti má altaf telja þá slika. Aðrar frjálsar iðnir hafa nóg með sjálfar sig að gera, þær hræra ekki hönd né fót, til styrktar læknunum. Bandalag sjúkrasamlaganna, sem veit af ])eirri hættu, er leiðir af fjölda uppgerðarsjúklinga, hefir hafið gegn læknunum úrslitaárás, til ])ess að fá

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.