Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 30
i8o LÆKNABLAÐIÐ Berklaveiki meðal villiþjóða. (úr Brit. med. Journ. 20. Oct. ’28). A fundi lierklalækna viðsvegar úr heimsveldi Breta, er haldinn var í fyrra haust í London, bar margt á góma viðvíkjandi háttalagi berklaveikinnar hér og þar meðal blökkumanna eða villiþjóða. Alstaðar er herklaveikin skæð í fyrstu atrennu, þegar hún fer að geysa sem farsótt í einhverju landi, þar sem ekki hefir borið á henni áður, eða aðeins lítillega. En víðast hvar mun erfitt að segja hvenær veikin flytst inn. Margt betidir á, að lengi haldist hún á stangl} hér og hvar, áður en hún fær vind í seglin. Hér skulu tilfærð ummæli 4 lækna úr ýmsum nýlendum: Dr. R. G. Fcrguson frá Kanada segir, aö veikin hafi verið á stangli hér og hvar meðal Indíána frá því um 1860, þar til hún um 1884 fór að geysa hjá þeifn sem farsótt, er var mjög mannskæð fram að aldamótum. En síð- an hefir mesti asinn farið af henni, þó að vísu sé berklamanndauði Rauð- skinnanna uni 8 /cc á síðustu árum, þar sem hann er aðeins um 0.8%c, eða minna, meðal hvítra manna i Kanada. — Hann benti á dæmi þess, hvernig sumar ættir hafi staðið fastar á svellinu gagnvart berklunum. Hafði hann skýrslur um 147 Indíánaættir í 3 ættliði. Af þessum ættum hafði ein ger- fallið úr berklaveiki. 5 ættir höfðu einnig eyðst með undantekningu elstu hjónanna. Þetta-voru allraverstu dæmin. Hjá öðrum var sagan skárri. En af þrem ættum var það að segja, að veikin hafði alls ekki bitið á neina þeirra á meðal. — Samgifting við hvíta menn reyndist þannig, að kynið varð mótstöðumeira, svo aö manndauði varð minni, en sýking virtist álika tíð og áður. Dr. /. /. Vassal, franskur læknir frá Miðafríku, sagði, að í elstu frönsku svertingjanýlendunum væri nú berklamanndauði meðal innfæddra manna orðinn svipaður og nú er i Frakklandi. En í héruðum þar sem hvítir menn væru fyrst nýlega komnir, þar væri berklaveikm því nær óþekt. Prófessor Lylc Cuvimins (Liverpool) hafði tvisvar verið í Afríku. í fyrra skiftið, 1902, var hann í Miðafríku. Þá voru svertingjar þar taldir lausir við herkla. I seinna skiftiö var hann nú nýlega í Suðurafríku, meðal námu- manna. Sagði hann, að mótstaðan gegn veikinni væri nú orðin töluverð meðal þeirra, sem lengi hafa verið innan um hvita menn, en engin eða litil meðal nýkominna blakkra námumanna. Dr. Stcphcn J. Marer (frá Kanada) færði rök að því, að veikin hefði verið í einni mynd eða annari landlæg meðal Indiána frá fornu fari. Taldi hann þaö vera falskenning’, að kenna ætíð hvítum mönnum um að hafa flutt inn berklana. Massaschusetts Ilistorical Society hefir safnað góðum gögn- um til að sanna, að berklaveiki, ásamt gulri hitasótt, hafi verið helstu sótt- irnar, sem ásóttu Indiána áður en Englendingar komu til sögunnar. Stgr. Mattli. Fjölgun aðgerða í kviðarholi. (Brit. med. Journal, July 27. 1929). í „Presidential Adress“, sem Arthur H. Burgcss hélt á læknaþingi i Man- chcster nýlega sagði hann meðal annars: ....... Á síðustu 25 árum hefir abdominal óperationum fjölgað að tiltölu við aðrar óp. úr 10% upp í 57%, — við Manchester Royal Infirmary. Op. vegna „acute abdomen“ úr 82 upp í 1241, — en total mortality þeirra operationa lækkað úr 36,5% niöur í 8,1%. — Mortalitet vegna op. vegna hernia incarcerata úr 22% nið- ur í 9,4% ; op. vegna acut intest. obstruction úr 44.6% niður í 20,8%; op.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.