Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 7
LÆKN ABLAÐIÐ iS7 flórínur. í inflúensu-faraldri getur læknir t. d. unnið dag og nótt, og eyÖi- lagt heilsu sína, hann hefir ekki einum eyri meira upp úr sér. Hvaða stétt, hvaða viðskiftamaður, tæki að sér, fyrir svona litla borgun, annað eins starf, áhyggjur og ábyrgð, ásamt þeirri stöðugu skyldu, að vera sjúklingum sín- um til þénustu, reiðubúinn jafnt nótt og dag? Þýsk læknastétt, sem fyr var frjáls, heíir verið hnept í þrældóm, lítils- virt. Verkamaður, sem ekki vill vinna, er alveg viss um að finna einhvern greiðvikinn lækni, meðal fjölda keppendanna. Ef einn þessara verkamanna er spurður, hvers vegna hann hafi ekki unnið svo lengi, svarar hann: „eg fæ sjúkdómabætur". „En eruð þér þá veikur?“ Svarið er altaf: „O-nei, en eg geng til læknis.“ Hvernig er hægt að bera snefil af virðingu fyrir þeirri læknastétt, sem látin er leika þetta aumlega hlutverk, og þægð henn- ar er umrædd coram populo? Þetta skýrir vonleysið og ótrúna, sem gripið hefir marga lækna, og einkum þá bestu. Ein einasta ástæða heldur þeim enn í hlekkjum sjúkrasamlaganna: Það er ómögulegt að losna úr þeim, því að nú má heita svo, að einkasjúklingar séu ekki framar til í Þýskalandi. Dr. Lick veitir fullyrðingum stjórnmálamannánna sitt, er þeir eigna lýð- tryggingunum batann á almennu heilsufari. Þegar talað er um lækkun dánar- tölu, má ekki álykta hvatvíslega. Fyrir utan framfarir í heilbrigðismálum almennings, framfarir læknisfræðinnar á öllum sviSum, og bætt lífsskilyrði (íbúðir, fæði, tekjur, skatta, giftingarmöguleika), koma ótal atriði til greina, sem hafa mikil áhrif á heilsufar og æfilengd. Ályktanir Dr. Licks. Lýðtryggingarnar, sem eru gagnlegar stöku sinnum fyrir einstaklinga, eru banvænar fyrir þjóðarheildina. „Við höfum komist á það stig, að aðeins nokkur hluti þjóðar vorrar vinnur, en mestur hlutinn lifir á lífeyri. Inni- eigendur, sem vísað er frá, og það ekki að ástæðulausu, kveikja óánægju og sá sífelt nýju sundurþykkjusæði meöal þjóðar vorrar.“ Yfirleitt eru tryggingarnar, socialar stofnanir, mjög snúnar gegn heild- inni; mörgum manninum eru þær orðnar stór akur, sem upp úr má skera erfiðislaust. Ef iðjuleysið l)er nteir úr býtum en vinnan, sviftir það þjóðina allri vinnulöngun: ekki aðeins þá, sem fá rentur og skaðahætur, heldur líka hina, sem ekki hljóta meir en þeir iðjulausu, jirátt fyrir sitt stranga starf. Þetta nægir, bætir Dr. Lick við. Allir læknar, allir embættismenn, ntarg- ir skynsantir verkamenn og daglaunamenn, og sjálfar stjórnir sjóðanna — og þær hafa ekki orðið síðastar til þess — þekkja nægilega misbeitingu þess- arar sociölu löggjafar. Þeir vita allir, að ekki er hægt að halda lengra áfrain á þeirri braut, sem hingað til hefir verið farin. Hjálparráð. I mörg ár hafa læknar og sjúkrasjóðir leitast alvarlega við að bæta úr þeim misfellum, sem á hefir borið: Það eru til læknaráðunaut- ar, ótal undirnefndir og yfirnefndir. Velmeintum hegningar-ákvörðunum er beitt gegn þeim læknum, sem votta kæruleysislega sjúkdóma eða óverkfærni, eða þeim, sem ávisa lyfjum úr hófi fram. Áminningar, sektir, hrottvik frá stalli sjóðanna í marga mánuði ógna afbrotamanninum. Og á hinn bóginn eru uppgerðarsjúklingar og svikarar látnir sigla sinn sjó miskunnarlaust. Þaö má kreppa hetur að: Nánara eftirlit með læknisvottorðum, frekari

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.