Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 32
182 LÆKNABLAÐlí) í adrenalin-upplausn, og til áréttingar má s])ýta inn hænioplastin subcutant. Þetta segir hann hjálpi ætíð,,og óþarfi sé að binda æðar eða klemma eða sauma sanian arcus palatini, eins og sumir gera. 4 börn dóu að vísu af ofangreindum 27000, úr eftirblæðingu. en hann telur líklegt, aö þeim hefði verið bjargað, ef. þau hefðu verið undir læknis- eftirliti, og ekki farið heim strax á eftir, eins og venjan er til. Nokkrir hálslæknar töluðu á eftir málshefjanda, en aðeins einn þeirra andmælti, og það af talsverðum æsingi, og vildi um fram alt fláttu. en ekki aftöku. Sem tilefni aðgerðarinnar nefndi Joiies þessi: 1. Hindrun á öndtin og málfæri. 2. Bólgnir hálseitlar, vegna sepsis eða tub., — þó ekki ef igerð er í eitlunum. Iíf svo er', þá er að lækna þá fyrst. 3. ítrekaðir abscessus peritonsillares. 4. Rheumat. chron., — „irrable heart" og vanþrif. 5. Tonsillitis lacunaris chron. nted andfýlu og óbragði i munni, og háls- hósta. 6. Difteri-smitberar. Joncs sagðist í nokkur skifti hafa læknað difteri-smitliera með aðgerð- inni, en þó væri hún ekki óræk til þeirra hluta. í umræðunum kom það fram, að læknar eriv farnir að efast um gagn- senti aðgerðarinnar við rheum. chron. Rannsóknir MacDonalds, við barna- spítalann i Great Ormond Str. i London sýndu, að í eitlingum gigtsóttar- sjúkl. væru ekki að finna fleiri „inert“ stre])tococci en í öðrum börnum, nerna ef síður væri. Og Dr. J’ining sagði ]>að reynslu sína, að tonsillec- tomia hefði engin áhrif á gigtsótt. í einu hljóði var samþykt áskorun til heilbrigðisstjórnarinnar, að sjá um spítalapláss handa börnum, sent gera þyrfti á adenotomia og tonsillectomia, því ekki sé viðunandi, að láta þau fara strax heim, heldur þurfi þau læknis- eftirlit á spitala í 48 kl.tíma. Stgr. Matth. Tandvárdens nödlage. (Soc. Medic. Tidskift, Okt. ’29). Nauðsyn á aukinni tannlæknishjálp handa almenningi, er mjög á dag- skrá i Svíþjóð. Starfandi tannlæknar þar i landi eru um 1100. Áætlað er að árið 1950 muni þurfa 2 þús. tannlækna. Margir telja þetta reyndar of lágt áætlað, og gera ráð fyrir 3—4 þús. tannlæknum á þeim tíma. Talið er að hver tannlæknir anni fullkominni viðgerð á h. it. 1). 1200 mönnum á ári; hver sem kominn er yfir 2 ára aldur, þarf að meðaltali tannlæknis- hjálp í 2—3 klst. á ári, ef munninum er haldið í góðu lagi. — Frá tann- læknaskólanum i Stokkhólmi útskrifast árlega um hundrað tannlæknar. Heilbrigðisstjórnin sænska telur viðkomuna of litla. Komið hefir til mála, að koma á fót tannlækningakenslu við háskólana i Lundi og Uppsölum. — Ritstj. telur eðlilegt, að tannlæknakensla fari einmitt fram við háskólana, vegna hins nána sambands þessarar greinar við önnur efni læknisfræð- innar, svo sem barnasjúkdóma, meltingarsjúkdóma, efnaskiftasjúkdóma, kjálkasjúkdó'ma, berklaveiki og „septiska" kvilla. A síðari árum hafa og æði margir sænskir læknar lokið viðbótarpróíi í tannlækningum. Gagnlegt væri að veita læknaefnum nokkra sér-fræðslu í tannlækningum. Ekki er ólíklegt að tannlæknaskólinn í Stokkhólmi verði fluttur í nýja ríkisspítal-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.