Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 23
LÆKN ABLAÐIÐ i/3 — Sjúkrasaml. Rv. fær nú 10% afslátt af lyfjum, og virtist Þ. Th. það of lítiS. Samþ. aÖ halda sérstakan fund síÖar, til þess að ræ'Öa samband Læknafél. Rvíkur viÖ Sjúkrasaml. Rv. VI. Erindi frá Sjúkrasamlagi prcntara. — Vísað til Samlags-nefndar. VII. 20 ára afmccli Lœknafcl. Rvikur. Þ. Thor. benti á, að Læknafél. Rvíkur ætti 20 ára afmæli þ. 18. okt. Fundarmenn voru ásáttir um, að þessá viðburðar sk}ddi minst á næstunni, og þá einna helst með samsæti. — Stjórninni falinn frekari undirbúningur og framkvæmdir. Fundi slitið. Smágreinar og athugasemdir. Ljósmæðratöskur. Ljósmæðrum er, eins og kunnugt er, lögð til ókeypis taska með áhöldum. Það hefir verið kvartað undan því, að áhöldin entust illa, ljósmæður færu illa með þau, heimtuðu svo nýtt, er hið gamla gengi úr sér, og lagt hefir verið ríkt á við okkur héraðslækna, að hafa eftirlit með áhöldum ljós- mæðranna. • Eg býst við, að það sé rétt, að áhöldin endist illa, en hinsvegar er eg sannfærður um, að það stafar ekki eingöngu af því, að ljósmæðurnar fari illa með þau. Eg geri meira að segja ráð fyrir, að allur fjöldinn fari vel með þau, en það er annað, sem skemmir þau, og ])að er hvernig mn þau er búið í flutningum. Það er kunnugra, en frá þurfi að segja, að hlutir, sem verða fyrir mikl- um flutningum endast illa, nema sérstaklega vel sé um þá búið. Ljósmæðra- áhöldin hafa verið, og eru, afgreidd í handtöskum, til þess gerðum að bera þær í hendinni, á götuin í bæjum; líka eru ])ær hentugar að flytja þær í bí! eða bát. Þær eru fóðraðar, og innan á fóðrinu eru smáhólf, ætluö fyrir glös. Nú hagar svo til hér á landi, að meiri hluti ljósmæðraumdæmanna eru i sveitum,,að einhverju eða öllu leyti, þar sem tæpast er, hægt að koma við öðru farartæki en hestum, og töskurnar eru þá spentar við hnakk eða söðul. Það ])arf varla að taka það fram, að sem hnakktöskur eru þessar hand- töskur afar óhentugar; ilt að spenna þær svo að þær fari vel, áhöldin i þeim vilja núast, glösin fara úr hólfunum, brotna, og innihald ])eirra skemma áhöldin. Eg varð þess fljótt var, er eg tók að stunda lækningar i sveitum, að ])að var óhentugt, er mikið þurfti af verkfærum. eins og t. d. við fæðingar- læknishjálp, að flytja þau i hnakktösku spentri við hnakk; gljáhúðin vildi núast af þeim, glös brotna og innihald þeirra skemma þau. í Hofsóshéraði eru mjög snjóþungar sveitir, sem ekki er hægt, stundum að vetrinum, að komast um nema á skíðum. Skömmu eftir að eg kom hing- að, fékk eg mér því skíði með öllum útbúnaði, þar á meðal baktösku undir áhöld mín. Baktaska þessi er hreinasta þarfaþing, og eg komst brátt á lagið með að nota hana oftar en þegar ekki varð við komið öðru farartæki en skíðum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.