Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 26
i76 LÆKNABLAÐIÐ vægi við hreyfingar o. fl. Ohjektiv mælikvarði á hve ölvun niannsins sé á háu stigi, er varla til. En unt er meÖ efnagreining að ákveða vínanda í öndunar- lofti, hlóði og þvagi. — En viö þetta er að athuga, að menn verða mjög misjafnlega ölvaðir, þótt jafnmikill vínandi kunni að vera í blóðinu. Ýmsir menn ,,þola“ mismikið. og sami niaður er misjafnlega ,.fyrirkallaður“. A Karolinska Institutet i Stokkhólmi voru fyrir nokkrum árum gerðar athuganir um, hve áfengt pilsner-öl væri. NiSurstaðan varð sú, að menn urðu greinilega kendir af rúmlega i pro mille af vínanda í hlóðinu, eftir öldrykkju. En hlóðið i heilhrigðum mönnum hefir i sér 0.79 pro mille. Lögreglan hefir stundum heðið höf. að athuga kenda bílstjóra.og hefir hann fundið til þess, að rannsókn þessari þyrfti að koma á fastan grundvöll. Hann hefir því komist i samvinnu við efnarannsóknarstofuna á Karolinska Institu- tet, um blóðrannsóknir. Aðferðin er þessi: Úr vena cubiti er sogaö með dælu 2 ccm. af blóði, og spýtt jafnharðan i glas með pikrinsýrublöndu. Þetta er svo fengið i hendur rannsóknarstofunni, er gefur upp hve rnikið af vin- anda sé í þlóðinu. Höf. þykist hafa haft ágæta stoð í þessu, þegar hann er í vafa að öðru leyti. Próf. IVidmark hefir fundið upp mjög einíalda aðferö í þessu skyni, og notar ekki til þess nema einn blóðdropa. Próf. W. telur blóðrannsókn- ina geta sannað, að sá ákærði hafi neytt áfengis, og sé hún yfirleitt mjög mikilsverð, til að leysa úr vafa um þessi atriði. Heilbrigðisstjórnin sænska befir leitað álits Karolinska Institutets lárar- kollegium, sem látið hefir uppi svofelt álit: F.fnagreining líkamsvessa, eink- um hlóðsins, er rnjög mikilsverð. til þess að sanna hvort maður hafi veriö undir áhrifum áfengis eða ekki. Heppilegt væri að ákveða ætíð vínanda í blóði þeirra. sem stjórna bifreiðum, er lenda í slysum. Mundi þá smám- saman fást ábyggilegur mælikvarði um þetta atriði. Vafalaust eru ntenn talsverðt ölvaðir, þegar 1,5/c vínanda finnast í blóði. E. t. v. er heppilegra að ákveða vínanda i útöndunarlofti, fremur en i blóði. — Þetta er álit kennararáösins. Prófessorunum Liljestrand og Widmark hefir verið falið að koma sér niður á heppilegustu rannsóknaraðferðir. Höf. telur brýna nauðsyn til, að skoðun á ölvuðum bifreiðastjórum verði komið í fastar skorður (standardiseruð'). Sé þá farið eftir fÖStum reglum við klinisku athugunina, eins og tekiö er að tíðkast með lögreglulæknum Dana. En jafnframt þarf efnagreining á hlóði eða útöndunarlofti (ekki þvagrannsókn). Blóðskoðun her að gera. en ekki rannsókn á lungnalofti. ef sá ákærði sýnir mótþróa; og auðvitað lika, ef sá sent skoða ber, er tneð- vitundarlaus eða dáinn af slysinu. Höf. telur ennfremur nauðsynlegt að skoða hinn ákærða eftir á. þegar runnið er af honum, til þess aö gera sér grein fyrir andlegu ástandi hans, og fá upplýsingar unt hve mikils áfengis hann muni hafa neytt. Höf. lýkur niáli sínu með því, að lögreglan þurfi að hafa sér til að- stoðar, við próf á bifreiðaslysum, menn sem hafi fulla þekkingu unt akstur og alt það, er lýtur að bifreiðum; en jafnframt embættislækna, sem hlotið hafa sérþekking og reynslu við rannsókn á þeim atriðum. er lýst hefir verið hér að fratnan. G. Cl. [Greinargerð og tillögur uni þessi málefni hefir undirritaður sent dóms- málaráöuneytinu i fyrra, eftir beiðni ráðun. og að undirlagi landlæknis. H.T.]

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.