Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 24
l>4 LÆKNABLAÐIÐ Nú or'ðiÖ nota eg hana æfinlega, þegar eg þarf að hafa meö mér mikið af verkfærum, og spenni hana á hak fylgdarmannsins. Taskan er þannig gerð, að undir henni er málmgrind, sem er mjög létt. Xeðst á grindinni er hogi, sem á að hvíla á mjaðmarspöðum, ef taskan situr rétt. Það er jjægilegt að bera hana, enda þótt í henni sé nokkur þungi. vegna þess hve vel hún fer. Eg hefi sjálfur reynt það, er eg hefi farið á móti fylgdar- manninum, cr mikið hefir þótt liggja við. Það fer ágætlega um áhöldin í henni, séu þau sæmilega vafin, t. d. í pappir. Eg tel víst, aö töskur af svipaðri gerð séu hentugar undir ljósmæðra- áhöld i sveitaumdæmum. Þær myndu þá verða spentar á hak fylgdartnann- inum. í hverri tösku ætti að vera litil taska úr þunnum, voðfeldum striga. samanvafin, með afsaumuðum liólfum fyrir glösin, og svipuð taska undir skæri. sáratöng o. s. frv. Auk ]>ess ætti að vera hæfilegir ])okar undir hin áhöldin. Eg vil nú ]>eina þeirri áskorun til heilhrigðisstjórnarinnar, að framvegis verði sendar slíkar töskur í þau ljósmæðraumdæmi, sem eru að öllu eða miklu leyti i sveitum. Eg er sannfærður. um, að það er af athugunarleysi, aö handtöskur hafa til ])essa verið sendar í þau umdæmi. — Eg skal taka það fram, að eg geri ekki ráð íyrir, að ljósmæður verði að ölluin jafnaði sóttar í hílum á næstu árum, enda munu vegirnir tæpast leyfa það, víðast hvar. Hofsósi i okt. 1929. PúII Sigiirðsson, héraðsl. Embættanefndin. (Kafli úr bréfi frá héraðslækni). „í raun og veru var eg lengi á háðum áttum um, hverju svara skyldi, og fanst mér málið töluvert vandamál. Eg hefi nú síðan lesið ágripið af um- ræðunum og hugsað málið frekar, og finst mér það ljóst, að þetta sé ein- mitt rétta leiðin. En hvort hún reynist fær, hvort þetta ráð verður ..effek- tivt“, veltur auðvitað á því, hve góð samtökin eru á meðal lækna, og þvi gleður það mig að frétta, að undirtektir hafa verið góðar meðal ungu lækn- anna. Það var gott, að nefndin var ekki látin heita embættaveitinga-nefnd, því að það er hún ekki, en embættanefnd er rétt nafn. Hún er nefnd, sem læknar landsins hafa komið sér saman um, af frjálsum vilja, að selja sjálf- dæmi uni, hvort þeir skuli sækja um emhætti eða ekki, í það og það skiftið. Hún er þess vegna svo „competent“, sem nokkur getur verið. Eða skyldi hver og einn læknir ckki hafa alræðisvald um það sjálfur, hvort hann sækir um embætti eða ekki? Tökum það dæmi, að 3 læknar sæki um héraö. Tveim- ur þeirra virðist það, einhverra ástæðna vegna, ekki rétt að sækja á móti 3. lækninum, svo að þeir taka umsóknir sinar aftur, annaðhvort eftir sam- komulagi sin á milli eða ekki, svo að hann verður einn umsækjandi og fær embættið. Þeir hafa óheinlínis tekið fram fýrir hendur á veitingavaldinu. en enginn mun efast um vald þeirra eða rétt. til þess að taka umsóknir sina aftur. En cmbœttancfndin cr cinmitt fulltrúi allra þcirra lœkna, scm vilja hcldur taka umsóknir sínar aftur, cn að ranglccti verði úr og ójöfnuffur. Hver flokkur lækna velur þann mann, sem hann treystir best, til þess að vera umhoðsmaður sinn að þessu leyti. F.n fari ])eir ekki vel með umhoð sitt, þá verða aðrir teknir i staðinn, og ef nefndin starfar þannig, að lækna- stéttin missir trúna á þessari tilhögun, þá lognast hún út af af sjálfu sér. Satna er og sennilegt að verði, ef veitingavaldið nýtur aftur trausts lækna-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.