Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 10
i6o
LÆKNABLAÐIÐ
Embættislæknarnir verða annars flokks læknar. (Svo er komið fyrir löngu
hjá okkur, segir Lick).
6) Ríkisvinnan verður hætta. fyrir vísindalegt sjálfstæði læknisins.
Kostir ríkisvinnu hckna fyrir trygda.
1) Réttur til læknisme'Sferðar helst, en vegna afnáms stóriðju-kerfisins
á stundun sjúkra, verður hver sjúklingur stundaður réttar og betur.
2) Sjúkdómsdýrkun hverfur, þvi uppgerðarsjúklingur mætir rninni hlífni.
3) Tillögin geta lika lækkað.
Ókostir ríkisvinnu lœkna fyrir trygð'a.
1) Læknirinn, sem sjúklingur valdi frjálst, eftir trausti sínu á honum,
hverfur; í stað vinsemdar kemur köld embættismenska.
2) Um sjúklirígana verður dæmt hlutdrægnislausara, og þar með
strangara.
3) Embættislæknir telur sig frekar yfirboðara en vin þess sjúka.
Þegar nú Dr. Lick hefir metið báða málstaði, telur hann, að ríkisvinna
þýskra lækna sé næstum komin i kring; eftir sé aðeins að velja um að vera
ríkisembættismaður, eða embættismaður sjúkrasjóðanna. Þessi rikisvinna
læknastéttarinnar virðist honum samt ekki keppikefli, því þegar sá dagur
rennur upp, að tryggingarstofnanir ríkisins ná« til allra borgara. frá vögg-
unni til grafar, er úti um hugarþrek, ábyrgðartilfinningu og allan fram-
farahug. Honum virðist embættismenska lækna ekki annað en bráðabirgða-
ráðstöfun. en óhjákvæmileg ráðstöfun, þar til að því kemur, að hægt er
að komast af án lýðtrygginganna.
Hið sanna takmark er að gera verkalýðinn, sein staddur er í svo alvar-
legri hættu, aftur sjálfsábyrgan, þánnig, að hann þurfi hvorki á trygging-
um né heilbrigðis-embættismönnum að halda. Menn héldu sig hafa gert
dásemdir, er þeir reistu ókeypis lækningastofur; væru bygðar fleiri hollar
og rúmgó'ðar íbúðir fyrir verkamenn, myndu margar ókevpis „klínikur“
verða óþarfar. Menn halda sig hafa gert dásemdir með þvi að koma á trygg-
ingum, hverri á fætur annari; í rauninni er þetta kákmeðferð á vissum sjúk-
dómseinkennum, en ekki nein lækning á undirrót meinanna. Hún kem-
ur fyrst til greina, er stjórnandi stéttir fá tilfinningu fyrir skyldum sínum
við heiídina, og haga sér eftir því. Það er göfug skylda læknisins að berj-
ast í fylkingarbrjósti á því svi'ði.
Álit Dr. P. Guérin’s.
Dr. P. Gucrin (Presse médicale 16. jan. 1929) lýsir því, hvernig starfi
fjölskyldu-styrktarsjóðir þeir, sem um nokkurra ára skeið hafa veri'ð til
í Frakklandi. Þeir leggja áherslu á eflingu hrcinlatis (hygiéne familiale,
hygiéne d’enfance) , á varnir gcgn sjúkdóniuni; veita og sjúkrastyrki. Þeir
styrkja ekki. nema alvarlegir sjúkdómar skelli á; ]iað er ])ýðingarlaust a'ð
verja miljónum til þess að stunda smákvilla. sem standa í 3—4 daga og
verkamaðurinn hefir nægilegt kaup til a'ð standast. Vi'ð sjúkrasamlagi'ð í
Straszburg (svipa'Ö fyrirkomulag og i Þýskalandi) er nicir cn hclniingur