Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 14
IÓ4 LÆKNABLAÐIÐ Lýsing Naegeli’s á geðtruflunum trygðra. Daginn sem trygíSur lýsir yfir fráfötlun sinni viÖ lækni, krefst sjóður- inn af honum tveggja vottorða: hver sjúkdómurinn sé og hvérnig hlutað- eigandi sé ófær til verka. Oft er ekki hægt aö segja um, það á fyrsta degi. hvort um sé að ræða svik, misbeitingu eða verulegan sjúkdóm, en sjóðurinn vill fá að vita þetta starx. Og ef greining sjúkdóms er erfið, þá er úr- skurður um óverkfærni enn erfiðari fyrir hvern þann lækni, sem virðir starf sitt; því auk líkamlegs ástands sjúklingsins kemur sálarástand hans líka til greina. Naegcli segir i bók um geðtruflanir slasaðra: ,,Hinn ríkasti læknir að titlum og reynslu þarf ekki að ætla, að jafnvel 2—3 vikna at- hugun á sjúkrahúsi nægi til þess að greina með vissu, hvort geðtruflunar- ástand sé uppgert eða raunverulegt.“ En þetta er heimtað á hverjum degi af sjóðslæknum eða eftirlitslækni, sem skoðar 50 sjúklinga á einni dags- stund. Nacgeli hefir lýst snildarlega trygginga-geðtruflunum, og sýnt fram á, að þær eru að kenna tryggingunum, en ekki slysinu. Ef hinn slasaði er trygð- ur, eða getur löglega heimtað bætur af öðrum, fullyrðir hann að hann hafi funktionellar og nervösar truflanir, og magnar þær með sér. Þessar trufl- anir eiga sér stundum stað, en eru ýktar og stundum alveg uppgerðar. Á klíník Steimnanns í Sviss hefir verið athugaö, hve lengi tnönnum sé að batna, eftir að liðamús hefir verið numin burtu úr hnélið: a. Ótrygðum batnar á 4 vikum. 1). trygðum í einkafélögutn á 8 vikum, c. trygðum við skyldutryggingar á 12 vikuni. Birchcr segir, og ýkir ekki mikið: Fótbrot batnar: a. ótrygðum bónda á 5—6 vikum, 1). trygðum verkamanni á 6 mánuðum, c. trygðum Itala batnar það aldrei. Þessi sálaráhrií á batann eru mismunandi eftir lyndiseinkunn og lntgar- fari. Sálarástandið hefir mikil áhrif á batahorfurnar, og þessi ósjálfráði vilji sálarinnar, sem mænir eftir batanum, eftir heilbrigðinni, er gerður að engu með tryggingunum. En þetta á ekki aðeins við um slasaða. heldur um alla trygða. Oft vantar ]já viljann til bata. ,,Þar sem engar tryggingar eru til,“ segir Nacgeli, „sjást ekki menn, sem þykjast óverkfærir vegna smá-taugaveiklunar, höfuðverkjar, bakverkjar, hjartsláttar, beinverkja. Að vísu heyrir maður fólk kvarta meira eða minna, eftir lundarfari þess. Máske fær það einhverja meðferð í bili, en það legg- ur aldrei niður vinnu svo mánuðum og árum skiftir, eða biður um sveitar- styrk. Sér maður ekki alvarlega taugaveiklað fólk og móðursjúkt stunda starf sitt slitalítið? En sjúkrasjóðslreknarnir hafa engan frið fyrir uppgerð- arsjúklingum með væga taugaveiklun, sem æskja öryrkjastyrks á unga aldri. Venjulega er ekki hægt að neita því, að veilir eru þeir. En við vonina um lífeyri aukast kvillarnir, viljandi eða óviljandi, (eða hvorttveggja), og það afskaplega." Bircher gengur svo langt, að hann segir að Þjóðverjar hafi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.