Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ
165
einkum tapaÖ í stríðinu þar eÖ taugakerfi fólks var slappt, vegna öfga lýð-
trygginganna.
DeyfÖin á batalönguninni sést enn betur viÖ smálasleika, en viÖ alvarlega
sjúkdóma, og getur leitt til fullkominnar eyðileggingar. Hér er dæmi:
„P. C. S4 ára, trygður síðan 1906, verkamaður við lireppsstörf, 53 ársfjórðungs-
lækningaseðlar frá 8 læknum. 40 sinnum óverkfær í 1.061 dag, 11.000 fr. sjúkra-
ítyrkur. Sjúkdómar valdandi fráföllum: lendagigt, vöðvagigt, fingurmein, influenza,
taugagigt í lærtaug, rifjabrot, botnlangabólga (?), handarmein, sólstunga, lungna-
tæring (?), mar, bronchitis, graítarígerð, hæsi, taugagigt. —
54 ára gamall var þessi maður, jötunn að vexti, orðinn að aumingja, og æskir
inntöku á gamalmennahæli. Eftir að eg hafði skoðað hann, efast eg um að hann
hafi nokkurntíma haft neinn verulegan líkamlegan sjúkdóm? En þessi maður, píslar-
vottur lýðtrygginganna, var nú orðinn alófær til vinnu.“
Það er auÖskiliÖ, að árin 1925 og 1927 sneru „trygðu" löndin sér til Genf.
til þess að láta þau tryggingalausu fá að njóta þessara gæða. Það var ekki
af bræðraþeli, heldur til þess að jafna samkepnismöguleikana í atvinnulífinu.
Ýmsar hugleiðingar og tillögur til úrlausnar.
Líiillœging á lceknisstarfinii. Vinna læknisins við sjóðinn kemur oftast
læknisfræði ekkert við; hann er lögreglumaður og skrifari sjóðsins. Hópar
af mönnum, sem vilja blekkja hann, eða ganga með trygginga-geðbilanir,
fylla viðtalsstofuna. Verulega sjúka nennir læknirinn oft varla að fást við,
þar sem launin eru svo lág, og sendir liann þá á spítala. Kvabb um misjafn-
lega þarfleg lyí og jafnvel sælgæti og matvöru — og læknirinn skrifar.
Sumir „vikingar" „sjá" 100—150 sjúklinga á dag; vegna fjöldans getur það
verið ábatasamt, en læknisstarf er þetta ekki.
Aðalkostur trygginganna, segja sumir, liggur í því, að læknisvitjun er
ókeypis og „þar af leiðandi" snemma komist fyrir um sjúkdóma. Þótt tær-
ing á fyrsta stigi eða byrjandi magakrabbi, sé meðal alls hégómans, er vafa-
samt að læknirinn, uppgefinn, taki eítir þeim i byrjun, Jiótt sumir læknar
fái furðulega „skygni" til þess að greina verulega sjúkdóma frá uppgerð-
um, og hægt sé að dást að þeirri samviskusemi, sem meiri hluti lækna sýnir
samt, þrátt fyrir alt.
Njóta læknarnir trausts, virðingar og þakklátssemi trygðra?
Nei, alls ekki, um það eru allir sammála. Þeirra starf er talið annars
flokks. Það er lærdómsrikt að heyra með hvílíkri fyrirlitningu trygður talar
um sjóðslækni sinn, er hann snýr sér til frjálst starfandi læknis „til þess
að vera einu sinni skoðaður almennilega." Stafipert segir: „Sjóðslæknirinn
er lítilsvirtur þegar hann hindrar sjúkdómsdýrkunina, og hann er fyrirlit-
inn þegar hann lætur hana viðgangast.“ Hann er sjaldan virtur.
Þessi lítilsvirðing á að nokkru leyti við rök að styðjast, því að' lækninum
er ómögulegt að verja nægum tíma til rannsóknar á sjúklingnuni. En það
er ekki honum að kenna, heldur kerfinu, sem tefur fyrir honum tímann. með
uppgerðarsjúklingum og skriffinsku.
Þá er og taugaveiklað fólk, sem fer frá einum lækni til annars, og aldrei
batnar; ekki eykur það álit sjóðslæknanna. Traust milli læknis og sjúk-
lings, nauðsynlegt bata þessa fólks, á sér hér ekki stað.
Heimilislæknar. sem annars eru til ómetanlegs þjóðargagns, eru varla til