Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 13
’LÆ'KNÁBLAÐIÐ 163 lögin eru há og eru tapaÖ fé, og reynir fólk því a8 ná sér niSri á sjó'Ön- um, sem það skoÖar sem óvin sinn. ef lítið amar aö. Tillögin nema 20.000 frönkum á allri æfinni (vextir ekki meðtaldir) og er það alt tapað, nema menn kræki i það aftur. Spyrjið burgeis, hvort hann ætli svo mikið til lækninga. Auðvitað er, að trygður vill ekki horga þar að auki úr eigin sjóði, heimilislyf, joðálnirð, umbúöir og seyði; hann krefst þess, að læknirinn gefi lyfseðil upp á það í ríkum niæli, en án trygginganna ta*ki hann ekki nema það bráðnauðsynlegasta. Svipað er að segja um ótal smákvilla, nefkvef, kverkaskít, höfuðverk, gigtarflog, smáskeinur o. fl. En sé trygður verulega veikur, heimtar hann ekkert smáræði af lyfjum. Mætur hans á lækninum fara eftir því, hve glösin eru stór og hve bragð- gott er á þeim. A haustin er oft heðið um flónelshelti víð kuldanum. Úr þeim eru svo saumaðar nærhuxur á krakkana. Þetta er greinilegur húhnykkur, en ekki ætlast sjóöirnir til þessa. Þá koma hreinlætisböð,-með einhverju lyfjasulli svo að þau komist undir verksvið sjóðanna. Ef læknir reynir að neita um þetta, er honum svarað og sagt að margir félagar hans séu réttlátari við verkamenn; læknirinn sér þann mann ekki framar, og fleiri fylgja, því orð- rómurinn um gott og ilt berst fljótlega, og erfitt að koma honum af. Hjá ungum sjóðs-,,víkingum" hat'a baðútgjöldin numið 4 sinnum meiri upphæð en hjá reyndum læknum, og eins er um lyfjaávísanir. Af |)essu má sjá, að leyndardómurinn við að fá aðsókn. liggur í því, aö ráðleggja nógu mikið. Sumir sjóðir láta lækni endurborga lyfjakostnað, sem nemur meiru en 10% umfram meðal-kostnað, — 'sem líka getur leitt til óréttlætis í vissum til- fellum (dýr, nauðsynleg lyf). Misbciting á atvinnulcysisstyrk. Atvinnuleysisstyrkurinn er áreiðanlega ein mesta hlessun lýðtrygginganna, en leiðir jafnframt til mestu misbeit- inga, því frekari, sem styrkurinn er hærri. (í Þýskalandi er hann sumstaðar 75% vanakaups). Sé reynt að lækka hann, til þess að draga úr misbeit- ingum, nægir hann ekki til framfærslu fjölskyldunnar. Löggjöfin gerir ráð fyrir meiri samviskusemi og ósérplægni, en menn hafa til að bera. 1 Elsasz nemtir styrkurinn 50—60% kauphæðar, og er þó svikiö stór- uni, þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir. Á hverju ári eru 60% trygðra taldir óverkfærir vegna sjúkdóms, að meðaltali í 17 daga, og er greiddur atvinnuleysisstyrkur. í Þýskalandi er minna um atvinnu, og eru þar taldir 20—25 fráfötlunardagar á ári. Verkakona, einkum ef hún er gift, sem ekki má vera að því að sinna heimilisönnunum daglega, telur sig veika; eins ef ættingjarnir heimsækja hana. Verkamenn, bundnir við vissa árstíð, verða veikir, er þeirra starfs- tími er úti. Og ekkert er að því að fá sveitavist í friinu sínu, á sjóðsins kostnað. Þátttaka trygðra í kostnaöi gagnar hér sama og ekkert. Þannig sviftir kerfiö menn ábyrgðar- og skyldu-tilfinningu. Asamt lyfjaneyzlunni gleypa atvinnuleysisstyrkir vegna sjúkdóma helming tillaganna. Sjóðirnir reyna að koma vörnum fyrir sig. Þeir hafa eftirlits- lækna, sem skoða þá, er grunaðir eru um græsku, og þá, sem sjúkdómur- inn er þrálátari við, en gera hefði mátt ráð fyrir. I Múhlhausen voru 2600 menn skoðaðir þannig, og voru 1.333 úrskurðaðir vinnufærir. I Núrnberg var litið eftir 75.060 á einu ári. 25.200 voru ekki taldir vinnufærir. Sama er sagan annarsstaðar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.