Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 12
IÓ2 LÆKNABLAÐIÐ þess, er þeim fylgir: ókeypis læknishjálji handa félögum og fjölskyldum þeirra, ]iar á meÖal fyrir dýrustu aÖger'Öir (Röntgen, radíum, handlækn- ingar), ókeypis spitalavist, lyf og peningastyrkur vegna forföllunar. Sjúk- lingurinn tekur engan þátt í kostnaÖi. Sumstaðar í Sviss hefir sú leiÖ vériÖ farin, og hefir dregið verulega úr kostnáÖi, en hindrar þó ekki alla mis- notkun. Yfirleitt borga sjóÖirnir eftir föstum samningi alla hjúkrun sjúklinga sinna, og er það einhver alvarlegasti ágallinn á fyrirkomulaginu. Trygður scr sér ckki neinn hag í því að takmarka á nokkurn liátt útgjöld sjóðsins; það er eitthvað annaÖ. Hann freistast til misbeitinga á ýmsan hátt, eins og vikið verður að siðar, en sjóðurinn tryggir afkomu sína með því að tak- marka útgjöld til lcckna með því að borga gcgn ákvœðisvinnu, Læknasam- böndin verða að þola misbeitingar trygðra, og ráða fram úr erfiðleikunum við úthlutun ákvæðisþóknunarinnar meðal lækna. Frekasta óréttlæti við þetta greiðslufyrirkomulag er, að óreyndur læknir. nýsloppinn af skólabekknum. hlýtur söniu laun og gamall læknir, rikur að árurn og reynslu. Sjóðurinn semur við læknasambandið í héraðinu og l)orgar því ákvæðis- greiðsluna á hverjum ársfjórðungi. í Múhlhausen var hún 39 fr. 79 fyrir hvern gjaldskyldan félaga árið 1927. (Fjölskylda hans telst ekki gjaldskyld, en á sama rétt á allri hjúkrun). Auk þess er læknasambandinu greitt 1.50 fr. á félaga, og er sú upphæð lögð í sjóð, er greiðir kostnað við stærri að- gerðir, og 2 fr. 50 ferðapeninga pr. km. (nokkru rneira í sveit). Trygður, er þarf á lækni að halda, fær hjá sjóðnum seðil, sem veitir honum rétt til læknishjálpar á þeim ársfjórðungi. Læknasamliandið getur útbýtt ákvæðisþóknuninni eftir stigakcrf i: læknisyiðtöl og vitjanir eru skráð- ar á seðilinn og gilda t. d. 2—3 stig. í lok ársfjórðungs er ákvæðisupp- hæðinni deilt með samanlagðri stigatölu allra lækna sambandsins, til ]>ess að finna gildi hvers stigs. Önnur aðferð, ennþá ónákvæmari, er afklippinga- aðferðin: Læknir heklur eftir afklippingi af seðli sjúklingsins, sem sýnir að hann hefir veitt læknishjálp. í lok ársfjórðungs fær sambandið X afklipp- inga, og meö þeirri tölu er deilt í ákvæðisupphæðina, eftir að frá hafa verið dregnir 10% til greiðslu aðgerða, sem metnar eru hærra en á 50 franka. Árið 1928 (fyrsti ársfjórðungur) gilti afklippingurinn frá fr. 7.95—16.08. Þessi munur stafar að nokkru af mismunandi mikilli misbeitingu eftir að- stæðum, að nokkru af fjölda og upplagi lækna. í Þýskalandi er þetta svipað. Með ströngu eftirliti læknasambandsins, sem þó er mikið til gagnslaust og óréttlátt, er reynt að draga úr misbeitingu frá lækna hálfu. En eina gagn- lega ráðið gegn misbeitingu lækna á sjóðnum er, að sjúkur hafi sjálfur hagnað af því að dregið sé úr kostnaði. Þá drepur Dr. Spccklin á það, hve erfitt sé að tryggja gegn sjúkdómi, vegna þess, hve auðteygjanlegt það hugtak er, og oft erfitt að segja hvort um verulegan sjúkdóm sé að ræða eða ekki. Alt öðruvísi hagar til við líf- tryggingar, brunatryggingar o. fl. Því er opin leið til svika, sem engin trygg- ing er gegn. Læknirinn á að setja ])á tryggingu; hann á að vera lögreglu- maður sjóðsins gagnvart trygðum, um leið og hann er trúnaöarmaður hans (og getur sjálfur haft persónulegan hagnað af svikunum). Misbeiting á lyfjaávísuniun, Ekki fer hjá því, að trygðir reyni að hafa upp, eftir því sem föng eru á, tillag sitt, sem í Elsasz nemur 6% launa. Þetta er skyldutrygging, sjóðurinn beitir varnarbrögðum og eftirliti; til-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.