Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 179 Margir trúa því fast, aÖ cancer sé aldrei lokal-sjúkdómur eingöngu. Grey vill ekkert um þaÖ segja. en vill halda því fast frani, að sérhver kírúrgus eigi í lengstu lög að trúa því, að tumor sé aöeins lokal, og hegða sér eftir því. í áðurnefndum 142 tilfellum, með radikal aðgerð, gat Grey í 124 skifti komið meltingarfarveginum í eðlilegt horf. Aðeins 18 sinnum þurfti hann að skilja eftir anus preternaturalis að burtteknu meininu. í 8 skifti notaði hann Panls aðferð, eða það sem við hér kennum við Bloch — og lýkur hann mjög lofsorði á þá heillaríku uppgQtvun. Sem dæmi upp á varanlegan árang- ur má nefna að: 2 af sjúklingum Greys eru á lífi 14—15 ár eftir aðgerðina. 6 eru á lífi 9—12 ár eftir. 6 dóu meira en 5 ár eftir aðgerö, en NB úr öðrum sjúkdómum. 30 sjúkl. lifa 2—3 ár eftir aðgerðina. Aðeins um 41 sjúkl. veit Grcy, sem hafa dáið af recidivi. Yfirleitt hefir sjúklingunum heilsast vel eftir aðgerðirnar, þann tíma, sem ])eir hafa liíað. Grey vill vara menn við sigmoidoskopi, segir það oft- ast gagna litið, en stundum geti það valdið tjóni; t. d. rak hann tvívegis kíkirinn inn í gegnum colon-mein, inn í peritoneum. og'gat ekki bjargað sjúklingnutn, þrátt fyrir aðgerð strax á eftir. Margir kirurgar gera coecostomia um leið og þeir skera burtu colonmein- semdir. Greys reynsla er sú. aö langtum öruggara sé að láta liða á milli aðgerðanna nokkurn tíma, til þess að þarmurinn jafni sig betur. — Hann er vanur að skola þarminn daglega, annaðhvort niður frá coecum, eða þó miklu freniur frá rectum upp á við. Mörgum vex i augum að fást við tumor, sem er mikið fastvaxinn eða vaxinn inn í magálinn. Grey hefir ekki reynst það nein frágangssök, eins og áður er sagt, — og mikla áherslu legg- ur hann á að gera kviðristuna nógu rækilega, t. d. þvert i gegnum rectus eða jafnvel báöa recti, til að fá megilegt pláss. Hann segist oft hafa þurft að skera allstór flykki úr magálnum, eða flöt af periton.-pariet, og fascia transversalis eða fascia iliaca, — stundum liæði adnexa og uterus allan. stundum parta úr blöðrunni, stundum lvkkju af smágirni eða mikinn hluta magans, með resection á þessum iðrum að auki við colon resectio. Surnir Jæirra sjúklinga, sem svo rækilega hafa verið meðfjallaðir, lifa enn við góða heilsu, mörg ár eftir aðgeröina. Hann segist áður fvr hafa notað mikið side-to-side sameiningu á görnum, en reynslan hafi kent sér, aÖ ör- uggara sé, enda eðlilegra og fljótlegra, að sameina end-to-end. Eitt mælir sérstaklega með því, og það er minni saumaskapur; ennfremur sparast efni, og oft er unt að komast betur fyrir takmörk meinsins. Mjög telur hann áríðandi að fullvissa sig um, að nægileg láóðaðfærsla sé að garna- staðnum, þar sem resectionin er gerö. — og áríðandi að kyrkja ekki nein- ar æðar við Lembertsauminn á eftir. Hvaö drænage snertir, telur Grcy mikilsvert, þar sem óttast má eftirblæð- ingu úr stóru sári, að gera kontra-op nokkuð frá, og leiða afrenslið þang- að. Það getur oft verndað sjúklinginn frá illum afleiðingum af leka úr garnasárinu, fistula stercoralis o. fl. Ef ísl. collega fer um England til að sjá góða skurðlækna. vil eg ráöa bonum að heimsækja Grcy. Stc/r. Matth,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.