Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 167 4) Aukaveitingar á atvinnuleysisstyrk, vegna veikinda til manna er stórri fjölskyidu eiga fyrir að sjá. 5) Stofnun og viðhald heilsuhæla, og annara dýrra lækningastofnana. 6) Teknisk og fjármunaleg samvinna einkastofnana og opinberra, í bar- áttunni gegn berklum, fyrir verndun bernskunnar o. fl. Tillög til þessa samhjálparsjóÖs má telja nægilega hátt metin á 1% launa, eftir því sem hagskýrslur frá Elsasz sýna. Auk þess gæti rikiÖ styrkt þá í hyrjun. Sparmðarkvöð væri lögð á alla samningsbundna verkamenn. FéÖ, sem lagt væri inn á sparisjóðshók þeirra, héldist þeirra eign, en notkun þess væri bundin vissum skilyrðum. Eftir dauða trygÖs rynni upphæðin skilyrðislaust til erfingjanna, skattlaust ef til barna væri. Sparnaðariðgjöldin ásamt sam- hjálpartillaginu næmu 9% launa. Ástæöur til þess aÖ taka út úr þessum sparisjóði væru þessar: t) við sjúkdóm trygðs eða fjölskyldu hans: greiðslu læknishjálpar og ljósmóður, greiðsla fyrir lyf, spítalakostnaður, styrkur vegna atvinnuleysis af veikindum. Allar greiðslur færu fram við umskrift frá sparisjóðnum, sem hlutaðeigandi hefði reikning við, nema atvinnuleysishjálpin, sem aðeins væri veitt eftir læknisvottorði og miðuð viö launaupphæð, 2) við giítingu, í hlutfalli við launaupphæð, 3) við fæðingu hvers barns, með sömu skilyrðum, 4) við langvarandi atvinnuleysi eftir skilyrðum þeirra tryggingafélaga, sem fást við þessa hættu, 5) til kaupa á íbúðarhúsi, en þó sé eftir sjóður til sjúkdómstryggingar, er ekki nemi lægri upphæð en iðgjöldum þriggja síðustu ára, 6) ef trvgður hættir að vera launaþegi (fer að fást við búskap, versl- un eða frjálsa iðn), en þó haldist sami öryggissjóður og í § 5, og gerð sé grein fyrir því, að útteknu fé sé varið skynsamlega. Árangur þcssa kcrfis fyrir trygða. Dr. Spccklin hefir l>orið þetta frum- varp undir menn, trygða eftir gildandi lögum i Elsasz, og hafa þeir ein- róma talið tillögunar heppilegri. — Til fróðleiks leggur Dr. Specklin fram dæmi. Er gert ráö fyrir tiltölulega lágu kaupi, en talsverðum hættum, og má því gera ráð fyrir því, að oft verði útkoman betri en þetta: Verkamaður vinnur frá 15—óo ára aldurs fyrir árskaupi, er fer hækkandi frá 2.400—8.500 ír. — Eins árs herþjónusta. 4.000 fr. útteknir við gift- ingu, 2 barnsfæðingar á 1000 fr. hvor, eins árs atvinnuleysi, 2svar sjúk- dómar á 1000 fr. hvor. Við 60 ára aldur er upphæð sparifjárins 38.949 fr., er gefa 1.947 fr. í vexti, séu þeir reiknaðir 5c/o. Eftir núverandi skipulagi fengi hann 1450 fr. í lífeyri, en höfuðstóll tapaður. Starfsmaður, er ynni fyrir kaupi, er næmi 18.000 fr. á ári í lok starfs- tíma hans, ætti við 60 ára aldur 64.133 fr. Eftir að sömu upphæðir og í fyrra dæminu hafa verið dregnar frá, en gert er ráð fyrir 4.00 fr. vegna sjúkdóma. Verkakona, er ynni mest fyrir 6.500 fr. á ári, væri atvinnulaus i eitt ár og fengi 5.500 fr. í sjúkrabætur, ætti 60 ára 45.042 fr. höfuöstól, er gæfi 2.252 fr. í vexti. — Ef hún gifti sig 25 ára gömul, og léti þegar greidd sparnaðariðgjöld óúttekin, eins og krafist yrði (að upphæð 6.355 tr-) gæt' hætt 20.606 fr. viö sparifé manns síns, er hún væri 55 ára.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.