Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 25
LÆKWABLAÐIÐ
1/5
stéttarinnar. En annars er embættanefndin aÖ ööru leyti merkilegt fyrir-
brig'Öi. Læknastéttin er aft sýna það, að ef gera má ráð fyrir ranglæti og
ójöfnuði, eða heimsku, hjá veitingavaldinu, þá er til meðal við því, örugt
og hættulaust, ef hægt er að nota það rétt. Þótt stjórnin sé ranglát og hlut-
dræg, þótt vér fengjum hlutdrægan landlækni, þótt leiddar yrðu í lög lækna-
kosningar og hvað sem yfirleitt væri á ferðum, þá væri sanngjörn embætta-
nefnd, starfi sínu vaxin, örugg vörn gegn ranglæti og misbeiting valds. Af
2 eða 3 eða fleiri svipuðum umsækjendum má auðvitað altaf deila um, hver
einn á að hljóta veitingu; svo fer jafnan, úr ]>ví verður veitingarvaldið að
skera. Það gerir nefndin ekki, ef hún fer viturlega að, því að hún hefir
ekki veitingarvald. En undir öllum kringumstæðum getur hún komið í veg
fyrir bersýnilegt ranglæti. og ])að eins þótt læknakosningar kæmust á. Eg
sé það á umræðunum á fundinum, að sumir hafa viljað láta stjórnina gefa
vilyrði um, að hún myndi breyta stefnu, og talið þessa leið kurteisari. Auð-
vitaö er rétt að sýna landsstjórn fulla kurteisi, en það getur verið álitamál,
hvort það er meiri kurteisi. að vilja lát’a stjórnina éta ofan í sig ])á stefnu,
sem hún er búin að auglýsa með orðum og gerðum, en að stofna embætta-
nefndina. Þess utan gæti kæn stjórn gefið góð svör, en trygt sér síðan
álit landlæknis á einn eða annan hátt, og þetta væri ekki að gagni, ef sam-
þykt yrðu læknakosningalög. Annars get eg ekki séð, að eg eða aðrir sýni
landlækni eða stjórn neina ókurteisi, þótt eg leggi það undir álit og á vald
einhvers læknis eða lækna, sem eg treysti, hvort umsókn mín um embætti
skuli send veitingavaldinu eða ekki. Að þvi er kunnugleik snertir, ])á sé
eg ekki l)etur, en að nefndin geti verið vel kunnug umsækjendum. Báðir
háskólakennararnir í þessari fyrstu nefnd eru a. m. k. kunnugir öllum yngri
læknunum og kandidötunum, og formaður Læknafél. er ekki síður kunn-
ugur, vegna þess, að hann hefir undanfariö samið Heilbrigðisskýrslurnar.“
Úr útlendum læknaritum.
Dr. Lennart Sahlin: Alkoholen och motorismen. (Social-Medic.
tidskrift, h. 9. '29).
Eftir því sem bifreiðum og bifhjólum fjölgar hér á landi, má gera ráð
fvrir, að hér, sem annarsstaðar, komi til kasta embættislækna, að skoða bif-
reiðastjóra, sem lögreglan tekur fasta vegna drvkkjuskapar, og gefa skýrslu
um ástand þeirra. Er því fullkomin ástæða til að gefa gaum því, sem
gerist me'ö læknum erlendis, á þessu sviði. (Þýð.).
í Svíþjóð er fjölda bifreiðastjóra refsað á ári hverju, vegna þess að þeir
voru ölvaðir við starfið. Almenningur leitar oft til götulögreglunnar, ef
])ess verður vart, að ökumaður sé kendur, og er það vottur um ,,den al-
mánna opinionens reaktion mot „bildrulleriet" pá spritens konto". í Sví-
þjóð er ekki ennþá lögskipuð læknisskoðun á ölvuðum bifreiðastjórum, sem
lögreglan tekur fasta. Enginn læknir, jafnvel ekki embættislæknir, er skyld-
ugur að taka aS sér skoðun vegna ölvunar, þótt slík læknisskoðun fari stund-
um fram.
I Danmörku fara lögreglulæknar eftir sérstökum reglum, við athugun
ólvaðra. Rannsakað er þá útlit mannsins, lykt úr vitum, málfæri og jafn-