Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 171 Embætti veitt síðustu 5 áriu ............. -H 5 — Afglöp................................. -r- 1-20 — Til frekari skýringar skal þetta tekiÖ fram: 1. Próf vegur hér ekki mikiÖ. en eigi aÖ síÖur talsvert. Hitt þótti meiru skifta, hversu menn reyndust, þegar út í lífiÖ kæmi. 2. Framhaldsvám. Stutt utanför, til þess að ganga á fæðingarstofnun, er talin sjálfsögð og vafasamt að láta hana hækka stigatölu. Annars er fram- haldsnám á góðum spítala metið tvöfalt til móts við venjulega praxis. Störf aðstoðarlæknis eöa vikars, svo og starfstimi praktiserandi lækna, er met- inn jafnt og starfsaldur emhættislækna (1 st. á ári). Eins og það er víst, að samviskusömum læknum fer fram framan af æf- innin, viÖ vaxandi reynslu og æfingu, eins er það ómótmælanlegt, að þeim fer aftur síðasta hluta æfinnar. Reglurnar gera ráð fyrir urn 25 ára bili, sem starfsaldur auki verðleika læknis. og þó einkum 15 fyrstu árin. Eítir 25 ára starf er gert ráð fyrir afturför, og verður þá emhættisaldurinn -j- úr því. Hart kann þetta að vera fyrir lækna, en þó rétt frá sjónarmiði héraðsbúa. í útkjálkahéruðum vex emhættisaldur hratt upp i hámark, en ekkert úr þvi 10 ár eru liðin. Hagnaðurinn hverfur og, úr því lietra hérað er fengiö. Hver héruð skuli heyra undir þennan flokk, verður væntanlega horið undir næsta Læknaþing. Sum eru sjálfsögð, t. d. Reykjarfjörður, Flatey og líkl. Þistilfjörður. 3. Lœknisstörf allskonar eru metin jafnhátt og emhættis- eða starfs- aldur. Þau verður nefndin að meta eftir l)estu þekkingu og sámvisku, en óhjákvæmilegt er, að nokkur ágreiningur geti orÖið um slíkt. Venjulega mun þó álit 5 manna nefndar fara nærri lagi. Og nokkra leiðbeiningu gefa skýrslur. Hvað þennan lið snertir, er gert ráð fyrir. að emhættislæknar séu nokkru betur settir en emhættislausir, og er álitamál, hvort það sé alls- kostar sanngjarnt, því emhættislæknar hafa ætíð laun sín fram yfir hina, ])ó nokkrar skyldur fylgi þeim. 5. Utanfarir lœkna til náms eiga aÖ sjálfsögðu að teljast þeirn til gildis. t 6. Um frádrátt þann á stigatölu, sem nefndin gerir ráð fyrir, verða ef- laust skiftar skoÖanir, en hitt er þó víst, að alvarleg afglöp, drykkjuskap- ur, vanræksla og hersýnileg mistök í læknisstörfum eiga að réttu lagi að draga frá stigatölu hvers læknis. Að lokum er eitt atriði ótalið. / stœrstu sþítalahcrnðunuin (Akureyri, ísafirði, Vestmannaeyjum, Norðfirði, eða Seyðisf., og niáske víðar) verð- ur að gera sérstakar kröfur til lækna: að þeir hafi æfingu i öllum venju- legum skurðum, kunni einfalda sýklaræktun og að fara með Röntgenáhöld. Þetta er óhjákvæmilegt á vorum dögum, til ])ess að vera starfinu vaxinn á fjórðungsspítala. ÞaÖ eru nú tilmæli min, að læknar athugi uppkast þetta sem hest og geri tillögur til endurbóta. Málið kemur væntanlega fyrir næsta Læknaþing, og þá kæmi sér vel, að vita álit lækna. G. H.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.