Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 4
154
LÆKN ABLAÐIÐ
halda vi'ð, þessari stoltu byggingu". Og hvernig fór? „Læknirinn hefir
gengið út úr musteri vísindanna, sem hann var prestur við, ekki til að fylla
jafnvirðan sess í höll lýðtrygginganna, — öðru nær, það eru skriffinnarn-
ir, sem þar sitja í öndvegi, — heldur til þess að verða aumur starfsmaður.
óbreyttur daglaunamaður; eg þekki enga stétt, sem eins hörmulega hefir
hrakað á siðastliðnum 40 árum. Það væri mikil huggun, ef þessi fórn hefði
ekki verið færð til einskis, að viðhald og bætur almenningshreystinnar hefðu
ekki verið of dýru verði keyptar, með eyðileggingu vissrar stéttar".
Við sjáum seinna, hvort þessi íórn hefir komið að haldi. Lick dregur
nú fyrst frarn kosti lýðtrygginganna fyrir trygðan og fyrir lœkninn.
Kostir lýðtrygginganna fyrir trygðan.
Hafa lýðtryggingarnar veitt trygðum hagræði? Áreiðanlega. Áður fyr
var svo rneðal öreiga og daglaunamanna, að tilveru f jölskyldunnar var veru-
leg hætta búin, ef alvarlegan sjúkdóm bar að höndum, ekki sist ef fyrir-
vinnan varð fyrir honum. Langvarandi veikindi leiddu hamingjusamt fólk
til hungurs og skelfingar.
Alþýðutryggingarnar hafa gerbreytt þessu. Meö tillagi sinu og vinnu-
veitandans, hefir trygður fengið rétt til viðeigandi læknismeðferðar; sé
hann öryrki, á hann rétt á sjúkrabótum, sem firra hann og fjölskyldu
hans fjárþroti. Auk læknismeðferðar, þar með taldar dýrar rannsóknar-
aðferðir eins og Röntgenskoðun, veitir sjóðurinn ókeypis lyf. umbúðir af
öllu tagi, gerfilimi, gleraugu o. fl., og spítalavist við alvarlega sjúkdóma.
Hin ágæta læknismeðferð, sem hver trygöur á kost á, kemur ekki ein-
ungis honum sjálfum að liði, heldur óbeinlínis allri þjóðinni. Með því að
finna snemma næma sjúkdóma (barnaveiki, skarlatssótt, taugaveiki, berkla-
veiki, syphilis), er mögulegt að einangra pestarbæli, og varna þar með hættu-
legum farsóttum útbreiðslu; hröð lækning sjúkdóma og sára takmarkar
tap á skapandi starfi, og þar með á allri framleiðslu þýsku ])jóðarinnar.
Kostir lýðtrygginganna fyrir lœkninn.
Hafa lýðtryggingarnar veitt læknum hagræöi ? Því neyðist maður til að
svara játandi. Sjúkrasjóðirnir gera ungum læknum auðveldara að koma
sér fyrir; þeir veita þeim starfa, og þar með skilyrði til þess að afla sér
læknisreynslu; fullkomna læknisfræðis-þekkingu sina.
Þetta er „sláandi“, fljótt á að líta, en læknarnir, sem eru l)urðarstoðir, eða
öllu heldur áburðarklárar lýðtrygginganna, eru allir á einu máli um, að
telja núverandi ástand þeirra óþolandi. Ókostir sjúkrasjóðanna séu ekki að-
eins misfellur í framkvæmd, heldur ógni ])eir líka almenningshreysti og
læknastétt.
Ókostir lýStrygginganna fyrir trygðan.
1) Skriffinskustofnun er blandað inn í eðlilegt samband, bygt á trausti,
milli sjúkra og lækna. Sjúklingurinn þarf fyrst að fara til vinnuveitandans,
svo til sjúkrasjóðsins og loks til læknisins. Veikum manni er ekkert ánægju-
atriði, að vera nr. 54S12 við sjóðinn.
2) Þagnarskyldan er niður feld; á hverju sjúkrablaði er sjúkdómsnafnið
skráð; margir sjóðir banna notkun latneskra orða.