Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1942, Page 16

Læknablaðið - 01.12.1942, Page 16
90 LÆKNABLADIÐ greitt nokkurt fé- vegna ýiniss sjúkrakostnaöar. Þegar gera á sér ljóst. aö hve miklu leyti samlögin liafi annað hlutverki sínu, er vert aö athuga, hve mikill hluti af heild- arkostnaöi þeirra hafi runniö til sjúkrahjálpar. Undanfarin ár hefir þessi hluti verið sem hér segir : 1937 '«5.63 % 1938 85,37 — 1939 86,90 — 1940 87,64 — í fljótu bragði virðist þetta horfa í rétta átt, en athuga þarf í þessu sambandi, að dagpeninga gætti nokkuð hjá samlagsmönnum, einkum fyrsta áriö (2,21% af heild- arkostnaði), en við það verða greiðslur vegna beinnar sjúkra- hjálpar hlutfallslega lægri en ann- ars væri. Enn fremur er vert að athuga, á hvern lið sjúkrahjálpar hækk- unin hefir aðallega komið, og veröa þá lyfin fyrst fyrir. Tölurnar hér að framan sýna, að 2,01% meira er greitt fyrir sjúkrahjálp, miðað við lreildarkostnað, árið 1940 en árið 1937. En samanburður á lyfja- kostnaði sýnir, að hann er 4,63% hærri áriö 1940 en árið 1937, mið- að við heildarkostnað. Gera þvi lyfin miklu meira en gleypa þenn- an sýndarávinning, og verður að telja það miður æskilega þróun. Reksturskostnaður samlaganna er veigamikið atriði og varðar hina tryggðu nijög miklu. Milliliða kostnaðurinn er jafnvel enn hvim- leiðari í sjúkratryggingarmálum en annars staðar. Reksturskostn- aður samlaganna er mjög mistnun- andi, en hefir undanfarin ár að meðaltali verið sem hér segir: 1937 . . 12,16 °/c af heildarkostn. 1938 .. 12,99 — - — 1939 .. 12,69— - — 1940 .. 12,13— - Þessi kostnaður er ískyggilega hár og er þetta alvarlegt efni til íhugunar, en skal ekki nánar rætt hér. Framtíð sjúkratrygginganna. Þegar lögin um alþýðutryggingar voru sett, sýndi löggjafinn, að það var vilji hans, að öllum yrði gert kleift að tryggja sig gegn þvi böli aö komast á vonarvöl vegna van- heilsu. Enda þótt skyldutrygging væri ekki lögboðin um land allt, var öllum gert heimilt að tryggja sig og njóta sömu fríðinda af hálfu hins opinbera. Sú heimild sýnir, að hið opinbera er þess al- búið að taka á sig byrðarnar af því, að allir noti þennan rétt sinn. Það getur orkaö tvímælis, hvernig tekizt hafi um framkvæmd trygg- ingarlaganna það sem af er, en liigin sjálf geta einnig orkað tví- mælis. Þrátt fyrir þetta er ekk- ert eðlilegra en óska þess, að sjúkratryggingar nái sem fyrst til allra landsmanna. Tvímælalaust má telja sjúkra- húsvist veigamestan þátt þeirra réttinda, er tryggingarnar veita. Sjúkrahúsvist er sú tegund sjúkra- kostnaðar, sem einstaklingunum er örðugast að rísa undir, einkum ef 11111 mikil veikindi er aö ræða. Er þvi augljóst, að einkum bar að leggja áherzlu á, að hún yrði tryggð, en jafnframt eðlilegt, að hið opinbera hlypi undir þyngsta baggann, einkum er þess er gætt, að telja verður, að það ætti ýmis- legt ógert í þeim efnum, svo sem fyrr er á vikið. Ef litið væri á styrk liins opin- bera til sjúkratrygginganna sem framlag ti! almennings til þess að létta honúhi kostnað af sjúkra-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.