Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1942, Síða 26

Læknablaðið - 01.12.1942, Síða 26
IOO LÆKNABLAÐIÐ heppilegar aöferöir til þess aö ná slínii til rannsóknar, enda þótt um engan uppgang væri aö ræöa. Var þá ýmist gripið til þess að ná slími úr nefkoki og hálsi eða rann- saka saur. Árið 1898 ritaöi Frakk- inn Meunier um aðferö, sem hann haföi notaö við börn, sem eins og kunnugt er hrækja sjaldan eða aldrei. Hafði hann sogaö upp slím úr fastandi maga og á þann hátt nokkrum sinnum fundið sýkilinn við vanalega smásjárrannsókn. Aðferð þessi vakti litla sem enga athvgli og er hennar ekki getið svo nokkru nemi næstu tuttugu árin. Hinsvegar kepptust margir við að rita um aðrar aöferöir. Þaiinig varð danski læknirinn Blunie alkunnur fyrir rannsóknir sínar á larynxslími. Á síðustu 2 áratugum má þó svo heita, aö al- gerlega sé liætt við þessar aðferð- ir. cn hinsvegar virðist Meuniers- að.'erðin hafa breiðst mjög út, cinkum síðustu árin. Var'það sam- landi hans, Armand-Delille, sem rekist hafði á grein Meuniers, en í staðinn fyrir að sjúga upp slím- ið, skolaði hann magann með 200 --300 cc. af soðnu vatni. Fyrstu grcin sína birti hann 1927 og á næstu árum fjölda annara greina, sem þó svo til allar fjölluöu um rannsóknir á börnum. Ekki verður annaö séö, en að fyrstu magaskolanirnar á fullorðn- urn hafi verið gerðar á lyflæknis- dcild Öresundsspítalans í Kaup- mannahöfn árið 1929. Hefir su tlcild siðan hreyzt i algera berkla- dcild og jafnframt notaö þessa að- ferð í svo ríkum mæli, að hvergi var um sambærilegan fjölda sjúk- linga aö ræöa. þar sem þessari aö- feiö hafði verið beitt, um þaö bil scm ég byrjaði þar sérnám (1935)- Varð það að ráði. að ég reyndi að gera þessu verkefni skil, og er ritgerðin árangur þess. Efninu hefi ég skipt í eftirfar- andi 9 kafla: 1. kafli. Enn sem komið er hefir mjög lítið vérið rftað um gildi maga- skolvatnsaðferðarinnar, þegar um fullorðna er að ræða. Þær fáu rit- gerðir, sem birzt hafa, fjalla allar um diagnostiskt gildi hennar Hins vegar er ekkert vitaö um, hvort aðferðin megi koma að not- um, þegar segja skal fyrir gang sjúkdómsins. Flestar greinar, sem skrifaðar hafa verið um magaskol- anir eru litlar og byggðar á svo lítilli reynslu (fáum tilfellum), að höfundarnir hafa ekki séð sér fært að flokka sjúklingana niður eftir þvi, utn hverskonar breytingar hef ir verið að ræöa. Aðeins örfáir höfundar hafa þó gert tilraunir til þessa (Clausen, Tobiesen, Gull- bring og Levin). Veigamesta ritið er eftir Gullbring og Levin. Færa þeir þar líkur fyrir því, að um all- náið samband sé að ræöa niilli þess hve breytingarnar i lungum eru miklar og árangursins af maga- skolunum. 2. kafli. í kafla þessum eru ræddar lík- urnar fyrir því, aö dregnar veröi skakkar ályktanir, þegar beitt er slíkurn rannsóknaraöferöum. Fram á síðustu tíma hafa þannig ver- ið uppi raddir um aö sýklar geti borist með gallinu frá öðrum líf- færum, en ef svo væri, gæti það eðlilega haft truflandi áhrif á út- komu magaskolunarinnar, þar eö skolvatnið er alla jafna æöi gall- blandað. Seinni tima rannsóknir virðast hins vegar allar hníga í þá átt, aö ekki sé unnt aö finna sýkla

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.