Læknablaðið - 01.09.1948, Side 20
62
LÆKNABLAÐIÐ
föllin 1924 og nema þá um
19% skráðra sjúklinga, 1932
deyja 15 af 81 skráðum sjkl.
eða 18,5% en hlutfallslega enn
fleiri árin þar á milli, enda er
skráning milli faraldra yfir-
leitt ófullkomnari. Faraldurs-
árið 1935 eru dauðsföll ekki
nema um 10% og 1941—46
aðeins tæp 3% skráðra sjúkl-
inga (dánartölur 1947 eru ekki
enn fyrir hendi). Erfitt er um
það að segja, að hve mildu
leyti lækkunin kann að stafa
af því að nú séu fleiri af hin-
um vægari tilfellum skráð en
áður; mætti komast nokkru
nær um það, ef vitað væri hve
margir sjúklinganna hafa
lamast á hverjum tíma. Ötrú-
legt virðist þó, að lækkunin
a. m. k. hin síðustu ár, stafi
eingöngu af mismunandi skrán-
ingu.
En hvernig, sem þetta kann
að vera, þá er það víst, að far-
aldurinn 1924 hefur verið miklu
mannskæðari en nokkur ann-
ar og er dánartala allra lands-
manna þá um 0,9%0 en í ein-
stökum héruðum, þar sem mest
bar á sóttinni, var dánartalan
að sjálfsögðu enn hærri, t.d.
dóu í Akureyrarhéraði 18
manns eða um 3%0 íbúa og í
Svarfdælahéraði 9 manris (af
88 skráðum sjúklingum) eða
um 4%0 og munu óvíða dæmi
slíks manndauða af völdum
mænusóttar.
1 mannfjöldaskýrslum Hag-
stofunnar er ekki tilgreindur
aldur þeirra, sem dáið hafa
úr mænusótt fyrir 1926. Hef
ég því með aðstoð Hagstof-
unnar, leitað upplýsinga um
aldur þeirra, sem dóu 1924, í
dánarskýrslum lækna og presta
það ár. Hin árin fyrir 1926
geta ársskýrslur lækna um 10
sem hafa dáið og er greint
frá aldri 9 þeirra( af þeim
voru 6 innan 15 ára). Þótt vera
kunni að fáeinir séu þarna
vantaldir, hef ég ekki talið það
ómaksins vert að kanna allar
dánarskýrslur frá þehn árum.
Talsverð breyting hefur orðið
á aldursskiptingu hinna dánu.
1924 var mikill meirihluti
þeirra eða 70% innan 15 ára
og líkt er um næstu árin að
segja (1926—30 73%), en
1931—40 er tæpur helmingur
eða 47% (27 af 57) yngri en
15 ára og 1941—46 aðeins tæp
17%; er þetta enn meiri breyt-
ing en á aldursskiptingu sjúkl-
inga, þótt í sömu átt stefni, en
að vísu verður að taka þess-
ar tölur með meiri varúð sök-
um þess hve lágar þær eru.
Smitun og meðgöngntími.
Erfiðlega hefur gengið að
rekja feril mænusóttarinnar og
er svo enn. Þegar á það er
drepið í útdráttum úr skýrslum
héraðslækna í Heilbrigðisskýrsl-
um, er það oft á þá leið, að
ekki hafi tekizt að komast
fyrir um það, hvernig veikin