Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1948, Side 21

Læknablaðið - 01.09.1948, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ 63 hafi borizt í héraðið né að finna samband milli sjúklinga innan héraðs. f*ó eru nokkrum sinnum, er faraldrar ganga, færðar líkur fyrir því, hvernig sóttin hafi borizt til einstakra heimila, helzt þeirra, er ekki hafa verið í þjóðbraut, og stundum svo, að reynt er af því að ráða nokkuð um meðgöngu- tímann. Telst mér svo til, að 13 sinnum sé þess getið, að sjúklingur hafi skömmu áður en hann veiktist umgengizt (oftast einu sinni) aðkomufólk, er nýverið hafði komið eða dvalizt á sýktum heimilum (4 sinnum), eða komið úr sýktum héruðum (6 og að líkindum 7 sinnum, tvisvar verður ekki séð hvort svo hafi verið um aðkomufólkið). Hefði með- göngutíminn eftir þessu átt að vera í 1 skipti 5 dagar, 3 skipti um 7 daga og 3svar 8—10 dagar, 1 sinni a. m. k. 4 dagar en sennilega nokkrum dögum lengri; hin skiptin vantar tímaákvörðun ( einu sinni sagt „nokkrum dögum síðar“). Um líklega smitun frá sjúkl- ing er getið 6 sinnum, þar af 4 tilfelli á sama heimili og sjúklingurinn: A einu heimili veiktist hinn fyrsti 4 dögum eftir að hann kom þangað úr sýktu héraði, viku siðar veikist annar og hefði meðgöngutími lians þá líklega átt að vera 7—11 dagar, og viku þar á eftir veikist hinn þriðji. 1 hin skiptin veikist annar sjúkl- ingurinn „fáum dögum“ og 3 —4 dögum eftir hinum fyrsta og er eins líklegt að fyrsti sjúklingurinn hafi smitað fi’á sér nokknun dögum áður en hann veiktist. Samkvæmt þessu ætti með- göngutíminn oftast að hafa verið um 7 daga eða öllu held- ur 7—10 dagar og virðist það ekki fjarri lagi eftir öðrum heimildum að dæma. Stundum er þess getið, er fai'aldi’ar ganga, að margir sýkist á heimili, en svo vægt að varla mundi sjúkdómurinn greindur utan faraldra, og að sjálfsögðu er læknis ekki vitjað til allra slíkra sjúklinga. Hinsvegar virðist ekki algengt að fleiri en 1 sjúklingur á heimili veik- ist alvai’lega svo að verulegar lamanir hljótist af. —o— Þess var getið í upphafi, að sýkingartilraunir á dýrum hafi fyrst tekizt 1908, en þá tókst að sýkja apa með upplausn úr mænu sjúklings, er dáið hafði úr mænusótt. Baktei’íur fund- ust þó engar og sýking tókst þótt upplausnin væri síuð gegn- um sýklasíu og var því ljóst, að hér var virus að verki. Enn hefur ekki fundizt öruggari leið til að finna mænusóttarvirus, en að gera sýkingartilraunir á öpum. En slíkar tilraunir eru kostnaðarsamar, umfangsmikl- ar og tímafrekar og hefur þvi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.