Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 22
64 LÆKNABLAÐIÐ ekki verið unnt að beita þeim eins mikið og æskilegt væri, til þess að kanna rækilega út- breiðslu virus og smithætti, livað þá til að leita uppi smit- bera með það fyrir augum að stemma stigu við útbreiðslu faraldra. 1 fyrstu þóttu tilraunir á öpum benda til þess, að aðal- smitleiðin lægi um slímhúð nefs og nefkoks og síðan bær- ist virus áleiðis eftir taugum um bulbus olfactorius. Það kom og fyrir að virus fannst í slimhimnunni í nefi og nef- koki sjúklinga og þóttu því lík- ur benda til, að um úða- eða snertismitun væri að ræða, líkt og t. d. barnaveiki, skar- latssótt, Iieilasótt (meningitis epidemica). Hinn áberandi og sérkennilegi árstíðamunur á tíðni mænusóttar varð þó ekki þar með skýrður. Er rannsóknir fóru að verða víðtækari og tækni fullkomn- ari, breyttist þetta viðborf. Er nú svo að sjá, að virus ráð- ist inn í líkamann um slímhúð meltingarleiðarinnar, og hefur það fundizt þar [)ost mortem allt frá koki og niður í ristil (Sabin 1944), en frá líkaman- um berst það fyrst og fremst í saurnum og helzt þar stund- um lengi eftir að sjúklingnum cr batnað. Jafnvel í 3.—4. viku cftir byrjun sjúkdómsins, hefur tckizt að finna virus í saur í ca. hclming tilfella, en oftar fyrstu 2 vikurnar; i 7.—8. viku finnst það og stundum, en sjaldan, eftir það (Horstmann, Ward & Melnick 1945), þó eru sögð dæmi þess, að virus hafi fund- izt í saur 123 dögum eftir byrj- un sjúkdómsins, er hafði verið mjög vægur (Trask, Paul & Vignec, ’40). Auk þess hefur virus fundizt í saur heilbrigðra, er hafa umgengizt mænusóttar- sjúklinga (Trask, Paul & Vign- ec, 1940, Langmuir, 1942), og í skolpræsum borga liefur það fundizt, er mænusótt hefur gengið. Aftur á móti hefur miklu sjaldnar tekizt að finna virus í hálsi eða nefkoki utan sjálfr- ar slímhúðarinnar, nema helzt fyrstu 2 daga sjúkdómsins eða svo (Trask & Paul 1941). Má nefna sem dæmi, að er rann- sakað var eitt sinn skolvatn úr hálsi og nel'koki 19 sjúklinga í 1. viku, fannst virus aðeins 2svar, þótt það finndist i saur frá 7 af 10 sjúklinganna og í 2. viku fannst það alls ekki í skolvatni. Tilraunir á öpum hafa og sýnt, að auðvelt er að sýkja þá per os, t. d. út frá saur. Það er ljóst af þessum og öðrum slíkum rannsóknum, að taka verður fullt tillit til mögu- leika á saursmitun og ber því að viðhafa sams konar varúð að þessu leyti og t. d. við tauga- veiki. Margir töldu nú og, að saur-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.