Læknablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 28
70
LÆKNABLAÐIÐ
minnist mjög margra ánægju-
stunda frá skólaferðum okkar
og sex ára samvera í latínu-
skólanum. Hann var hinn bezti
og öruggasti félagi í hvívetna.
Námsmaður var hann sam-
vizkusamur og ötull, enda góð-
um gáfum gæddur og stúdents-
prófi lauk hann með mjög
góðri fyrstu einkunn vorið
1896, og embættispróf við há-
skólann í Khöfn vorið 1902
sömuleiðis með fyrstu einkunn.
Dvaldi hann svo á sjúkrahús-
um við framhaldsnám, fór með
Austur-Asíufél. skipinu „Prins
Valdemar“ til austurlanda okt.
1903 til apríl 1904. Næstu þrjú
ár var hann ýmist staðgengill
héraðslæknanna á Akureyri eða
Reykjavík, eða liann brá sér til
útlanda (1906) til frekara náms.
Loks settist hann að sem hér-
aðslæknir á Akureyri árið 1907
og varð embættisferill hans
þar 30 ár, sagði af sér embætti
1937 og dvaldi síðustu ár ævi
sinnar í Danmörku — lengst af
sem starfandi læknir í Nexö á
Borgundarhólmi. Hann var
mjög ástsæll af héraðshúum
sínum, samvizkusamur og
fljótur til að veita lið. Skurð-
læknir þótti liann með þeim
beztu hér á landi í sinni tíð,
sjúkrahússlæknir á Akureyri
alla sína embættistíð, röskur í
ferðalögum er hann vitjaði
sjúkra út um sveitir, oft langt
út fyrir sitt hérað, glaður og
hress kom hann inn til sjúkl-
inganna og vakti hjá þeim von
og traust.
Steingrímur gaf sig lítt að
stjórnmálum, en heilbrigðis- og
mannúðarmálum var hann hin
bezta stoð, t. d. formaður
Rauða-kross deildar Akureyrar
og Slysavarnafélagsins þar. —
Menntamálum unni hann einn-
ig, var ætíð fús á að veita
fræðslu og gegndi stundum
kennslustörfum við Mennta-
skóla Akureyrar í fox-fölluin
skólastjóra, og var prófdómari
við þann skóla í mörg ár. Hann
var söngelskur og hafði laglega
söngrödd, skemmti oft á sam-
komum með söng og ræðum,
því hann var tækifærisræðu-
maður með afbrigðum, hug-
myndaflugið minnti á föður
hans, tilvitnanir á reiðum
höndum og gamanyrðin léku
honiun á tungu. Á embættisár-
um sínum ferðaðist hann mjög
oft til útlanda, til að sjá og
heyra nýtt í mennt sinni og
lagði hann víða land undir fót,
bæði í Evrópu og Ameríku,
enda var hann fjölfróður svo
af bar.
Steingrímur Matthíasson var
sem næst meðalmaður á hæð,
vel á sig kominn, fríður sýnum,
ljós yfirlitum, hvatlegur í
hreyfingum og hinn kurteisasti
og geðfeldasti í allri framkomu,
glaður og gestrisinn heim að
sækja og vildi hvers manns
vandræði leysa, þeirra er til
hans sóttu. Smekkmaður var