Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUIt GEIRSSON. Meðritstjórar: JÚLÍUS SIGURJÓNSSON og ÞÓRARINN GUÐNASON. 37. árg. Reykjavík 1953 7.-8. tbi. ———— UEITEIt S SYXDUOM 3 S.JIJKItASÖIÍUR Cftir clr . med. didigur& dCaniúe fiáon Erindi flutt í L. R. í nóv. 1952. Sjúkdómsástand þetta er fyrst og fremst skilgreint með þremur einkennum: 1) Uret- liritis nonspecifica, 2) Con- junctivitis, 3) Polyarthritis. — Þótt sjúkdómurinn (syndrom- ið) sé kenndur við Reiter,1 sem lýsti einum sjúklingi 1916, er þó sjúkdómi með öllum þessum þremur einkennum lýst af Voissius2 1904. Síðan hafa birzt um 100 greinar um þetta efni. Bar þar mest á þýzkum höfundum i byrjun, en því næst á Skandinövum og þá amerískum höfundum. Margar góðar yfirlitsgreinar liafa birzt með frá 50—200 sjúklingum hver, en mest kveð- ur að doktorsritgjörð finn.ska læknisins Paronen,3 sem sat'n- aði 344 sjúklingum í síðasta finnsk-rússneska stríðinu. Mörg nöfn hafa verið notuð á sjúkdómi þessum, svo sem: Polyarthritis dvsenterica, poly- arthritis urethrica, syndrome conjonctivo-urethro-synovial og spirochætosis arthritica, en þetta nafn notaði Reiter. A- stæðan fyrir þessum mörgu nöfnum og því, að sjúkdóm- urinn er i öllum nýrri bók- menntum kenndur við Reiter, er að líkindum sú, að etiologia og pathogenesis eru enn langt frá því að vera skýrð til fulln- ustu. Sjúkdómur þessi hefir fund- izt í öllum heimsálfum. Sér- lega bar mikið á honum í Suð- ur-Asíu og löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins í síð- ustu heimstvrjöld. Svo virðist sem sjúkdómurinn hafi farið i vöxt á siðari árum. Gæti þar komið til greina vaxandi á- liugi fyrir sjúkdómsgreining- unni eða breyttar aðstæður í hinum ýmsu löndum í og eftir síðustu heimsstyrjöld. Hér á landi mun Reiter’s

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.