Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 22
112 LÆKNABLAÐIÐ ar saklausar tennur verið tekn- ar af þeim sökum. Annars er það talið einkenn- andi fyrir þennan sjúkdóm, að verkirnir koma að jafnaði fyrrihluta dags, eru verstir upp úr liódegi og hverfa síðan smátt og smátt, en byrja á ný fyrri hluta næsta dags. Sumir kvarta aðeins um þrýstingstilfinningu í kinninni. Ef graftarrennsli er úr nefi, er það venjulega meira þeim megin, sem hin sjúka hola er, og sú nös meira stífluð en hin. Þótt nefrennslið sé annað aö- aleinkenni kj.li.bólgu, verða sumir sjúklingar merkilega iít- ið varir við það, sennilega vegna þess, að graftarslímið fer þá aðallega niður í nefkok og liáls og er kyngt. Hitahækk- un er lieldur fátið, ef aðeins er um kj.h.bólgu að ræða. Sjúkdómsgreining er oft örð- ug við einfalda skoðun. Bólga og bjúgur í kinn yfir sjúkri kj.holu eru sjaldgæf, en sjást þó stöku sinnum, einkum ef kj.h.bólgun stafar af skemrnd í tannrót. Aftur á móti eru all- oft eymsli, ef þrýst er á fram- vegg holunnar. Ef litið er inn í nefið vekur graftarák við framenda con- chae mediae grun um sinusitis maxillaris. Ef grunur er um sinusitis, mun algengast vera að fá tekna röntgenmynd af sinus parana- sales, og gefur vel tekin mynd oftasl góðar upplýsingar. Með æfingu má einnig á einfaldan hátt fá nokkra hugmvnd um ástand kj.holanna með dia- phanoscopi: Lítill rafmagns- lampi, umluktur glerhylki, er látinn í munn sjúklings i dimmu herbergi. Með raf- magnsmótstöðu er hægt að auka og minnka ljósstyrkleik- ann eftir vild, en áríðandi er að finna þá birtu, sem bezt sýn- ir mun á holunum ef einhver er. Sé önnur holan björt, en hin dimm, styrkir það mjög grein- inguna og því meir sem mun- urinn er meiri. Þessi aðferð hefur þann kost, að hún er handhæg og sparar tíma og fé. Sýni gegnlýsingin skyggða kj.holu, er sjálfsagt að gera á- stungu. En ef hörn eiga í hlut, sendi ég þau oftast fvrst lil röntgenmyndatöku. Ástungan er gerð með hol- nál, svipaðri mænustungunál. Stungið er gegnum beinvegg- inn efst undir concha inferior og volgu saltvatni dælt inn. Vatnið rennur aftur út um hiatus semilunaris og út úr nösinni. Sé það blandað grefti er málið levst. Það er sjaldgæft að gröfturinn sé illa lyktandi, þegar uni bráða kj.h.- bólgu er að ræða. Pað kemur jjó fyrir. — Nýlega fékk ég á- þreifanlega sönnun þess. Ungur piltur kom til mín með bólgu í hægri kj.holu. Þrem vikum áður hafði hann bólgu í þeirri vinstri og batnaði lnin við fáar skolanir. Við það tækifæri

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.