Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 125 Tímum saman varð hann enn fremur að sinna læknis- störfum í nærliggjandi liéruð- um. Náði starfssvið hans þá frá Stöðvarfirði til Öræfa, en það er vegalengd, sem svarar til leiðarinnar héðan til Stykk- ishóhns. Á þessari leið er yfir að fara margar stórár og fljót, svo sem Jökulsá í Lóni og Hornafjarðarfljót. Allt þá ó- brúað. Aðstæður til læknisverka voru auðvitað svijjaðar og í öðrum héruðum á þessum ár- um. Engin sjúkrahús né sjúkrahjálp. Læknirinn varð að treysta algerlega á sjálfan sig. Samt leysti Ólafur oft af hendi vandasamar liandlækn- isaðgerðir, t. d. skar hann marga upp við sullaveiki, sem þá var algeng á þessum slóð- um. Til þess var tekið, hve vel Ólafi heppnaðist fæðingar- hjálp, og mun bjartsýni hans og léttlyndi liafa komið þar að góðum notum. Meðalalækn- ir þótti hann góður, las enda mikið og fylgdist með fram- þróun læknisfræðinnar. Ólafur Thorlacius var mað- ur fríður sinum, meðalhár, grannvaxinn, beinvaxinn og bar höfuðið Iiátt. Hreyfingarn- ar voru léttar og fjaðurmagn- aðar. Fyrirmannlegur í fasi og vel máli farinn. Alvarlegur og einbeittur, þegar við átti, en svo grunnt á gleðinni að alltaf gat upp úr soðið. Hláturinn var svo dillandi glaður, að allir nærstaddir urðu að hlæja með. Svona var Ólafur fram i and- látið, þrátt fyrir ástvinamissi og sjúkdómsþrautir. Þegar af honum bráði á banasænginni voru enn gamanyrði á vörum hans. Til gamans set ég hér eina af kímnisögum Ólafs. A Búlandsnesi var gamall maður og elliær. Einhverju sinni kastaði hann sér út um glugga á efri hæð niður á stein- stétt. Svo heppilega fór þó, að hann meiddist ekki mikið. „Hvert varstu að fara?“ spurði Ólafur. „Ég ætlaði til helvítis.“ „Hvað ætlaðirðu að gera þangað, ekkert pláss er þar fyrir þig.“ — „Nú, — þeir hljóta að bvggja mennirnir," sagði sá gamli, eftir dálitla um- hugsun. Ólafi lækni var flest til lista lagt. Stærðfræðingur var hann ágætur, og rithönd hans var svo stílhrein að af bar. A skóla- árunum lék hann í skólaleik, og hafði leikur hans vakið at- hygli, enda var persónan og skapgerðin slík að prýða mætti hvern leikara. Söngrödd hafði Ólafur góða, hreimfagran barv- ton, sem hann beitti vel. Einu sinni, er ég var stadd- ur á Búlandsnesi, sem oftar, bar þar að garði góðan söng- mann. Að afstöðnum góðgerð- um hófu þeir tvísöng, eins og samæfðir væru, sungu Glunta,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.