Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 28
118 LÆKNABLAÐIÐ í nefið í mealus inf. Hin að- gerðin er Claoués-aðgerð, þar sem einungis er búinn til gluggi í meat. inf., eins og ég gat um í samb. við meðferð á s. m. acuta. Margir byrja strax á fyrr- nefndri aðgerð, þegar ástung- ur ekki duga, en aðrir láta sér nægja Cl.aðg. eða antrostomia eins og hún einnig er nefnd. Þessi aðgerð er kennd við Frakka, sem fyrstur Evrópu- manna fann upp á að gera stór- an glugga á kj.holu í meat. inf. og ritaði um það árið 1902. Hún er allmikið notuð í ýmsum löndum, einkum Bandaríkjun- um, og er að vinna á, að ég hygg. Antrostomia er oftast gerð í staðdeyfingu. Uppruna- lega var notaður til þess meit- ill og hamar, en opið víkkað með raspi. Sumir gera það enn á þennan hátt. Síðar liafa ver- ið búnar til ýmis konar bit- tengur til þess arna. Sú töng, sem ég nota aðal- lega, er kennd við Kugler. Með henni er hægt að stinga gat á beinið og bíta af veggnum framávið, upp- og niðurávið. Hún er svo grönn að auðvelt er að koma henni inn undir concha inf., jafnvel á 5—10 ára börnum. Til þess að stækka gluggann afturávið og niður- ávið nota ég auk þess Hajeks sphenoidal-bittöng. Þessi að- gerð hefur ýmsa kosti. Hún er auðveld, fljótleg, sársauka- lítil og krefst ekki legu eða sj úkralnisvistar. Hún getur að vísu ekki kom- ið algerlega í stað rad.aðgerðar, en ég álít, að með því að reyna hana fyrst, megi komast hjá mörgum rad.aðgerðum. Ef Claoués-aðg. ekki dugar, má alltaf gripa til rad.aðgerðar á eftir, en hve lengi á að bíða og bve oft á að skola eftir antrostomiuna, svo að útséð sé um lækningu með þeirri aðgerð, verður varla sagt með vissu. Mér hefur reynzt, að sé liolan ekki orðin hrein, eða því sem næst, eftir 20—30 dag- legar skolanir, séu líkur til bata orðnar litlar, og ráðlegt að hugsa til stærri aðgerðar. En ekki er þetta einhlítt, því komið hefur fyrir, að óráð- þæginn sjúkl. hefur horfið nokkra mánuði og komið svo aftur með hreina holu. Það verður ekki við öllu séð. Stundum hef ég leyft utan- bæjarfólki að fara heim til sín fljóllega eftir aðgerðina, og áð- ur en útferð var bætt, ef það hefur ekki átt þess kost að vera lengur að heiman. Þegar ég svo hef atliugað sinus vikum eða mánuðum síðar hefur hann ofl eða oftast verið orð- inn hreinn. Ég tel rétt að byrja með Cl.- aðg., en ekki rad.aðg. á öllum kroniskum kj.h.bólgum, af ýmsum ástæðum. Ein er sú, að ekki er rétt,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.