Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 115 vert vegna möguleika á „sensi- biliseringu“. Ofl er öll útferð hælt eftir nokkrar skolanir, og langoftast ber aðgerðin tilætl- aðan árangur. Lítinn vafa tel ég á því, að hið góða frárennsli, sem fæst með þessari aðgerð flýti mjög fyrir bata. Getur það komið sér einkar vel, þegar í lilut á aðkomufólk, sem liefur naum- an tíma. Einnig kemur fyrir, að illmögulegt eða ómögulegt er að skola holu með ástungu vegna bólgu í ostiinu eða kekkja í greftrinum, sem hvort tveggja getur hindrað frá- rennsli algerlega. í slíkum til- fellum er einnig gott að grípa til Cl.aðgerðar. Sjúklingunum verður yfirleitt mjög litið um aðgerðina. Hún er gerð ambul- ant. Ljósameðferð (útrauða- geisla) nota víst fáir eina sam- an, við s. m. acuta. Tæplega er liægt að vænta lækningar með slíkri meðferð einni, en oft virðist liún draga úr óþægind- um og verkjum. Ljós eru þá yfirleitt notuð jafnhliða ann- arri meðferð. Stuttbylgjugegnhitun er einn- ig nokkuð notuð í stað ljósa. Hún hefur svipuð áhrif og út- rauðu geislarnir, en hitinn nær mun dýpra inn í vefina. Ég hef notað báðar þessar hitunaraðferðir við kj.h.bólgur árum saman. Sjúklingarnir eru mjög ánægðir með þær, að jafnaði, en ekki virðist mér þær flýta fyrir lækningu svo neinu nemi. Sinusitis maxillaris chronica. Enda þótt bráð bólga í kj.- holu geli batnað hjálparlaust og geri það oft, hefur hún þó mikla tilhneigingu til að verða kronisk. Talið er, að ástæðan sé sú, að ostium hennar liggur hátt „uppi undir þaki“ og frá- rennsli því erfitt, auk þess sem lireyfingar bifháranna eru oft lamaðar af hólgunni. Trassi sjúklingar að leita læknis meðan bólgan er á acut stigi eða geri það ekki, vegna þess að þeir verði hennar lítið varir, má búast við að hún verði krónisk í mörgum tilfellum. Einnig er talið að ofnæini sé ein aðalorsök í fjölmörgum til- fellum, beinlínis eða óbeinlín- is. Stundum virðist ofnæmið vera eingöngu bundið við nef- ið og afhýsi þess, en oft er þetta ástand samfara öðrum ofnæmissjúkdómum, svo sem asthma bronchiale. Vafalaust er s. m. chron. oft orsök asthma, en engan veginn alltaf, þegar sami sjúkl. hefur báða sjúkdómana samtímis, og ekki batnar asthma æfinlega þó radical-aðgerð sé gerð á hol- unni, svo sem kunnugt er. í nefi ofnæmissjúklinga eru polvpar, og hefur H. C. Ander- sen leitt sterk rök að því, að orsök þeirra sé ofnæmi. Slím-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.