Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 24
114 LÆKNABLAÐIÐ ritað um. Telja sumir það lítils virði, en aðrir að það veiti nokkra hjálp, þó þvi aðeins, að það sé gefið i stóruin skömmtum. Meðal hinna siðar- nefndu er Berdal (með 45 til- felli 1949). Honum tókst að lækna s. m. acuta með hálfu færri ástungum, ef dælt var inn í holuna 100—200 þús. ein. af penicillini eftir skolun, en ef ekkert lyf var notað. Ein- kennilegt finnst mér, að hann lieldur því fram, að innihaldið i sinus hafi orðið sterilt eftir fyrstu penicillin-inndælingu, livaða sýkill sem valdur var að bólgunni og hvort sem hann reyndist næmur fvrir peni- cillini in vitro eða ekki. Hann taldi þó vafasamt, hvort rétt væri að beita þessari meðferð við allar kj.h.hólgur án fylgi- kvilla, hæði vegna þess, að þær læknast oft á stuttum tima án lyfja, og að penicillin-ofnæmi getur myndazt í h. u. m. h. 10. hluta þeirra, sem lyf þetta nota „lokalt“. Um verkanir aureo- mycins, notað á þennan liátt, hef ég litla reynslu og ekkert séð ritað, en í amerískum rit- um hef ég lesið um góðan á- rangur af því gefnu per os.. Yfirleitt hef ég ekki notað antihiotica við sinusitis í byrj- un, nema í svæsnum tilfellum. Aftur á móti tel ég rétt að reyna það, ef lítill eða enginn árangur er af 5—10 ástungum. Hef ég þá gefið 400 þús. ein. á dag í vöðva eða 200 þús. í sinus eftir skolun. Virðist mér nokk- ur lijálp hafa verið að því, einkum ef það var gefið i hol- una sjálfa, þó ekki liafi ég nein- ar tölur um það enn. I von um að geta vinzað úr þau tilfelli, sem penicillin gæti læknað, fekk ég gerð nokkur næmispróf á sýklum í kj.holu- grefti í rannsóknarstofu Há- skólans. Því miður varð ég að liætta við það fljótlega, þar eð rannsóknarstofan hafði fengið mikið verkefni við næmispróf á berklasýklum,og gat ekki annað meiru í bili. Þótt engin lyf séu notuð, þarf að jafnaði aðeins fáar ástung- ur til að lækna s. m. acuta, og hefur mér talizt svo til, að á mínum sjúklingum hafi aðeins þurft 4—5 að meðaltali. Öðru hvoru koma þó fyrir tilfelli, sem ekki batna við einar 10 á- stungur og í framhaldi af því penicillingjöf + ástungur i 1 —2 vikur. í slíkum tilfellum hef ég gert svonefnda Claoués- aðgerð (Cl.aðg.) á kj.liolunni. Aðgerðin er í því fólgin, að gert er op frá nefi, gegnum meatus inferior, inn i sinus. Síðan er liolan skoluð daglega með boginni pípu, sem stung- ið er inn gegnum þetta o]i. Eftir skolunina hef ég stund- um blásið sulfa og penicillin- dufti inn i holuna, en ekki slcal ég fullyrða neitt um þýðingu þess, og e. t. v. er það varhuga-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.