Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 30
120 LÆKNABLAÐIÐ Það þarf varla að taka það fram, að þótt tekizt hafi að lækna sinusitis með Cl.aðg., getur komið þar bólga á ný. Ef glugginn er þá opinn, eru skilyrði góð til bata, en sé liann lokaður nægja oft nokkrar á- stungur, en dugi það ekki er auðvelt að opna gluggann á ný. Hvort sem gerð er rad.aðg. eða antrostomia, er mjög á- ríðandi að glugginn sé gerður eins stór og unnt er. Það virð- ist vera frumskilyrði fyrir góð- um árangri. Rétt er að taka fram, að ef bólga er í sinus ethmoidalis, samfara kj.holu- bólgu, þarf að sjálfsögðu að hreinsa liann vel út líka. Þær tölur, sem ég hef getað fundið í læknaritum um árang- ur af Claoués-aðgerð, eru svip- aðar bjá flestum höfundum, eða góður árangur í um eða vfir 80%. Hempstead hefur þó fundið bærri tölur en ég, því af 1634 tilfellum, sem þessi að- gerð liafði verið gerð á, og hann safnaði saman úr ritum ýmissa landa, kvað liann góðan árang- ur liafa náðst i 97 af hundraði. Ýmsir þykjast hafa sýnt fram á að svipaður árangur náist með antrostomi og Luc-Cald- wells-aðg. Lindemann komst að þeirri niðurstöðu við eftir- skoðun j)á, sem ég gat um hér áður, að góður árangur hafi fertgizt i 86% með L. Cald- wells-aðg. og 83% með Cl.aðg. í þessu sambandi má nefna eftirskoðun, sem H. C. Ander- sen framkvæmdi 1943 á 20 of- næmissjúklingum, sem gerð liafði verið á Luc. Caldwells- aðg. Þriðjungur þeirra reyndist liafa óhreytta útferð úr kj.holu og aðeins tæpur þriðjungur var alhata. Að lokum ætla ég að segja lítið eitt frá reynslu minni í þessum efnum þau rúm 7 ár, sem ég hef starfað hér. Alls hef ég haft um 650 kj.- holur til meðferðar til ársloka 1952. Um það hil 5. hver sjúkl. liafði bólgu í háðum holum. Nær 500 holur læknuðust með ástungum einum saman, en sumar fengu þó penicillin að auki. Hversu mikið penicill- ingjöfin hefur gagnað, get ég ekkert sagt um enn. Tilfellin eru ennþá tæplega nógu mörg til að gera skýrslu um það. Mikill meiri hluti þessara 500 sinusita voru acut. Holurn- ar urðu hreinar eftir 4—5 á- stungur að meðaltali (ininnst 2, mest 15). Claoués-aðg. gerði ég á 140 liolum. Á undan þeirri aðgerð var stungið 9—10 sinnum á hverri holu að meðaltali (minnst 3svar og mest 32 sinn- um). Ástæðan til þess, að í stöku tilfellum voru gerðar svo fáar ástungur fyrir aðgerðina, var oftast sú, að ekki var hægt að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.