Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 119 sem sumir halda fram, að rad.- aðg'. tryggi bata í öllum tilfell- um. T. d. eftirskoðaði Linde- man nýlega 55 sjúkl., sem þessa aðgerð höfðu ldotið í norska ríkisspítalanum. Var aðeins rúmur helmingur þeirra al- hata. Ég hef rekizt á fjölmarga, hæði hér og erlendis, með gröft í kj.holu, sem gerð hafði verið á rad.aðg. Auk þess er engan veginn sjaldgæft að þessir sjúkl. fái öðru hvoru verki, og stundum slæma verki, i hina opereruðu holu, er frá líður. Þessir verkir eru oft erfiðir viðureignar. Stundum getur röntgengeislun dregið úr þeim, en fyrir kemur að ráðast verð- ur á holuna á ný og hreinsa út allan örvef. í þessum örvef hafa og oft fundizt liolrúm full af grefti. Rad.aðgerðin krefst sjúkrahúsvistar. Eflir antrostomiuna geta sjúkl. farið til vinnu sinnar sama dag eða a. m. k. daginn eftir. Áður fyr r var kj.h.slímhúðin jafnan tekin algerlega hurtu við rad.aðg. og ennþá hafa sumir það fyrir reglu, en á síð- ari árum hefur verið brýnt fyr- ír læknum að þyrma slímhúð- inni eins og frekast er unnt. Sé slímhúðin ekki hreyfð við rad.aðg. verðnr munurinn á þeirri aðg. og Cl.aðg. næsta lít- ill. í báðum tilfellum er þá að- eins gjört afrennslisop frá hol- unni til nefsins. Þvi hefur verið haldið fram að fjarlægja beri slímbúðina úr sinus, ef hún er þykk, mis- lií eða polypar á henni. Þetta virðist vera mjög vafa- söm kenning. Ilempstead hef- ur sýnt fram á, með svonefndri antroscopi, að slímhúð, sem er þykk eða alsett polypum, get- ur orðið eðlileg tillölulega fljólt eftir antrostomi. Proetz tókst líka að sýna fram á hið sama með daglegum röntgenmynd- unum. Enginn vafi er á því, að mik- ill kostur er að hafa eðlilega slímhúð í kj.holu í stað örvefs, og þar eð menn vita að sjúk slímhúð getur jafnað sig, ef gott op er gert til frárennslis, finnst mér sjálfsagt að reyua Cl.aðg. á undan stærri aðgerð- um. Raunar má segja, að það sé tímatöf borið saman við það, að framkvæma rad.aðg. strax í byrjun, en sjúkrahúsvist sjiarast þó oft og auk þess bygg ég að flestir vilji sleppa við meiri háttar aðgerð, ef hægt er, og geta vænzt þess að fá heilbrigða slímbúð í kj.bolu sina í stað örvefs. í sumum tilfellum má vel nota Claouésaðg., þar sem var- hugavert væri að framkvæma rad.aðg., eins og t. d. á elli- hrumu fólki, gravid konum og börnum. A börnum, sem eru vanstillt eða brædd, hef ég stundum gert antrostromia i skyndisvæfingu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.