Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1955, Síða 14

Læknablaðið - 01.06.1955, Síða 14
38 LÆKNABLAÐIÐ 4. Gjöreyðilagt segment lob- us eða heilt lunga. 5. Bronchostenosis af völdum berkla. 6. Bronchiectasis af völdum berkla. 7. Sjúkdómur, sem helzt virk- ur eða tekur sig upp eftir thoracoplastík. 8. Tuberculoma. 9. Caverna í lobus inferior. 10. Grunur um illkynja mein. 11. Sjúkdómsleyfar eftir lang- varandi chemotherapia. Ad 1, 2 og 3. Ef við athugum ástæðurnar nokkru nánar, get- um við tekið 3 þær fyrstu sam- an. Hjá sjúldingum með tub. cavernosa, sem fá langvarandi chemotherapía, getur þrennt skeð hvað útlit sjúkdómsins á röntgenmyndum snertir og þar með gang sjúkdómsins: a. Cavernur geta lokazt og haldizt lokaðar. b. Endurteknar röntgenmynd- ir geta sýnt lokaðar cavern- ur einhvern tíma í lækn- ingunni en sem opnast svo aftur. c. Cavernur lokast ekki. Hver gangur sjúkdómsins verður er auðvitað komið undir mörgu, svo sem útbreiðslu sjúk- dómsins. stærð cavernanna, aldri og mótstöðu sjúklingsins o. fl. Hjá sumum sjúklingum verð- ur sputum neikvætt og helzt þannig, aðrir verða neikvæðir um tíma en svo jákvæðir aftur, enn aðrir eru stöðugt jákvæðir þrátt fyrir chemotherapíu, en þannig geta sjúklingarnir orðið neikvæðir enda þótt cavernur lokist ekki. Ef um stórar cavern- ur er að ræða, eru litlar sem eng- ar líkur til að sjúkdómurinn verði stöðvaður með chemot- herapíu einni saman. Það er reynsla flestra berklalækna, að ef cavernur hafa ekki lokazt innan 6 mánaða við chemothera- píu þurfi oftast að grípa til annarra ráða svo sem collaps- aðgerða eða resectíónar. Auerback sýndi nýlega fram á, að við langvarandi chemother- apíu getur átt sér stað þekju- myndun á broncho-cavernumót- unum, sem þá hindrar að opið á bronchus lokist, en það er ein- mitt þýðingarmikið í sambandi við lokun cavernanna. Pneumothorax er talinn óráð- legur ef cavernur eru mjög stór- ar, sumir setja mörkin við 3,5 —4 cm. í þvermál. Thoraco- plastik gefur einnig það vafa- saman árangur í þessum tilfell- um, að flestum ber nú saman um að bezt sé að resecera. Þessir sjúklingar hafa oft sjúkdóm í báðum lungum og eins og áður er getið skerðir það starfhæfni lungnanna minna að resecera beggja megin heldur en t. d. að gera thoracoplastík beggja meg- in, og ef slíkur sjúkdómur tek- ur sig upp undir thoracoplastík, eru mun verri skilyrði til þess að gera resectio þá, heldur en

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.